Fótbolti

Eyjólfur tryggði SønderjyskE jafntefli á útivelli

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eyjólfur Héðinsson.
Eyjólfur Héðinsson. Mynd: Heimasíða SønderjyskE
Eyjólfur Héðinsson skoraði jöfnunarmark SønderjyskE tíu mínútum fyrir leikslok þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Silkeborg í dönsku úrvalsdeildinni í dag.

Eyjólfur og Hallgrímur Jónasson voru báðir í byrjunarliði SønderjyskE og spiluðu allan leikinn en markvörðurinn Arnar Darri Pétursson sat allan tímann á bekknum.

Þetta var fyrsta mark Eyjólfs á tímabilinu en SønderjyskE hafði unnið 1-0 útisigur á Lyngby BK í síðustu umferð þar sem Hallgrímur Jónasson skoraði sigurmarkið. Íslendingar hafa því skorað öll mörk SønderjyskE til þessa á tímabilinu.

SønderjyskE er í 8. sæti deildarinnar eftir að hafa náð í fjögur stig í fyrstu þremur umferðunum. Silkeborg er sæti ofar með jafnmörg stig en betri markatölu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×