Börsen: Engin leið framhjá grísku gjaldþroti 22. júlí 2011 09:19 Það virðist órökrétt en björgun gríska hagkerfisins krefst þess að Grikkland verði gjaldþrota. Það er í fyrsta sinn í sögunni sem ESB-land lendir í slíku. Þannig hefst frétt á vefsíðu börsen í morgun þar sem segir að björgunaráætlunin sem leiðtogar evrusvæðisins samþykktu í gærdag hafi fengið markaðina til að anda léttar. Hinsvegar felur áætlunin í sér að almennir fjárfestar komast ekki hjá tapi og þar með verður ekki hjá því komist að Grikkland lendi í takmörkuðu gjaldþroti (selective default) eða takmarkaðri greiðslustöðvun. Það sem veldur þessu er að í björgunaráætluninni er gert ráð fyrir að lengja í lánum Grikkja, lækka vexti og endurkaupa af þeim ríkisskuldabréf en þetta mun létta stöðuna um 50 milljarða evra. Á meðan á þessum skiptum á fyrri ríkisskuldabréfum fyrir ný stendur verða Grikkir í greiðslustöðvun en reikna má með að allt ferlið taki töluverðan tíma. Eins og áður hefur komið fram hafa stóru matsfyrirtækin þrjú, Moody´s, Standard & Poor´s og Fitch Ratings, sagt að Þau muni lækka lánshæfiseinkunn Grikklands niður í D eða gjaldþrot ef skuldir landsins verða endurskipulagðar eins og nú hefur verið ákveðið að gera. Hættan við greiðslustöðvun er sú að skuldabréf viðkomandi lands verða þar með verðlaus. Þetta getur sent fjármálakerfi viðkomandi lands á hliðina, þótt um stýrt ferli sé að ræða eins og í tilfelli Grikklands, að því er segir á börsen. Fastlega er búist við að evrópski seðlabankinn muni gera undantekningu hvað varðar grísk ríkisskuldabréf og taka þau sem veðhæf þrátt fyrir að lánshæfiseinkunn landsins verði lækkuð niður í D. Takmarkað gjaldþrot Grikklands mun koma verst niður á frönskum og þýskum bönkum. Franskir banka liggja nú með tæpa 57 milljarða evra í grískum skuldabréfum og þýskir bankar halda á um 34 milljörðuim evra af slíkum bréfum. Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Það virðist órökrétt en björgun gríska hagkerfisins krefst þess að Grikkland verði gjaldþrota. Það er í fyrsta sinn í sögunni sem ESB-land lendir í slíku. Þannig hefst frétt á vefsíðu börsen í morgun þar sem segir að björgunaráætlunin sem leiðtogar evrusvæðisins samþykktu í gærdag hafi fengið markaðina til að anda léttar. Hinsvegar felur áætlunin í sér að almennir fjárfestar komast ekki hjá tapi og þar með verður ekki hjá því komist að Grikkland lendi í takmörkuðu gjaldþroti (selective default) eða takmarkaðri greiðslustöðvun. Það sem veldur þessu er að í björgunaráætluninni er gert ráð fyrir að lengja í lánum Grikkja, lækka vexti og endurkaupa af þeim ríkisskuldabréf en þetta mun létta stöðuna um 50 milljarða evra. Á meðan á þessum skiptum á fyrri ríkisskuldabréfum fyrir ný stendur verða Grikkir í greiðslustöðvun en reikna má með að allt ferlið taki töluverðan tíma. Eins og áður hefur komið fram hafa stóru matsfyrirtækin þrjú, Moody´s, Standard & Poor´s og Fitch Ratings, sagt að Þau muni lækka lánshæfiseinkunn Grikklands niður í D eða gjaldþrot ef skuldir landsins verða endurskipulagðar eins og nú hefur verið ákveðið að gera. Hættan við greiðslustöðvun er sú að skuldabréf viðkomandi lands verða þar með verðlaus. Þetta getur sent fjármálakerfi viðkomandi lands á hliðina, þótt um stýrt ferli sé að ræða eins og í tilfelli Grikklands, að því er segir á börsen. Fastlega er búist við að evrópski seðlabankinn muni gera undantekningu hvað varðar grísk ríkisskuldabréf og taka þau sem veðhæf þrátt fyrir að lánshæfiseinkunn landsins verði lækkuð niður í D. Takmarkað gjaldþrot Grikklands mun koma verst niður á frönskum og þýskum bönkum. Franskir banka liggja nú með tæpa 57 milljarða evra í grískum skuldabréfum og þýskir bankar halda á um 34 milljörðuim evra af slíkum bréfum.
Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira