Erlent

Einn maður handtekinn vegna skotárásarinnar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Lögreglan í Osló hefur handtekið einn mann vegna árásarinnar. Mynd/ AFP.
Lögreglan í Osló hefur handtekið einn mann vegna árásarinnar. Mynd/ AFP.
Lögreglan í Noregi hefur handtekið mann sem grunaður er um að bera ábyrgð á skotárásinni í Utøya í Noregi í dag.

Norska ríkissjónvarpið segir að tala þeirra sem særðust eftir skotárásina sé á reki. Vitni segja við NRK að á milli fimm til tíu manns séu látnir, en lögreglan hefur ekki staðfest þá tölu. Um 20 sjúkrabílar og fjórar sjúkraþyrlur voru sendar til Utøya.

Ekki liggur fyrir hvort tenging sé á milli hryðjuverkaárásarinnar í Osló í dag og skotárásarinnar. Þó liggur fyrir að á fimmta hundrað ungra sósíaldemókrata voru í sumarbúðunum og til stóð að Jens Stoltenberg forsætisráðherra yrði staddur þar á morgun.

Fulltrúar gagnhryðjuverkadeildar lögreglunnar eru á leiðinni á vettvang.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×