Óttast er að það sé sprengja á Útey, þar sem að minnsta kosti fjórir voru skotnir til bana í dag. Þetta staðfestir norska lögreglan við norska ríkisútvarpið.
Skotárásin varð í sumarbúðum ungra sósíaldemókrata. Bjørn Sem-Jacobsen, upplýsingafulltrúi norsku lögreglunnar, segir að þar sem um séu að ræða pólitískar sumarbúðir megi draka þá ályktun að tengsl séu milli skotárásarinnar og hryðjuverkaárásar sem varð í Osló í dag.
Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, segir að staðan í landinu sé grafalvarleg.
Óttast að sprengja sé í Útey
Jón Hákon Halldórsson skrifar
