Skaut á fólk sem reyndi að synda af eyjunni 23. júlí 2011 12:03 Breivik skaut á fólk sem reyndi að synda í burtu. Mynd/AFP/Vísir Nýjustu fréttir norska ríkissjónvarpsins herma að annar maður hafi verið handtekinn í tengslum við fjöldamorðin á Útey í gær. Norska lögreglan staðfesti á blaðamannafundi í morgun að Breivik, sem handtekinn var í gær, hafi átt sér vitorðsmann. Haft er eftir ungmennum sem voru á eyjunni að skothríð hafi heyrst á mismunandi stöðum á eyjunni samtímis. Þau hafa lýst vitorðsmanninum sem dökkhærðum hávöxnum manni sem var norrænn í útlit. Hann hafi haldið á skammbyssu og verið með riffil á bakinu. Þetta eru tvímælalaust verstu fjöldamorð í sögu Noregs og Norðurlandana allra frá því í seinni heimsstyrjöldinni. Sögur þeirra sem komust lífs af í Útey á atburðunum þar eru martröð líkastar. Fólkið lýsir því hvernig byssumaðurinn gekk skipulega til verks og skaut á alla þá sem urðu á vegi hans. Fólkið reyndi að fela sig á bakvið steina og hæðir og margir, bæði særðir og ósærðir, sáu þann kost einan að synda á haf út í ísköldum sjónum. Margir lifðu það sund hins vegar ekki af. Kafaradeild lögreglunnar kembir nú hafsbotnin í leit að þeim sem enn hafa ekki komið í leitirnar. Lýsingar þeirra sem lifðu árásina af gefa smá saman glögga mynd að voðverkum gærdagsins. Fimmtán ára stúlka sem var á eyjunni í gær segist hafa legið á jörðinni og þóst vera látin á meðan árásarmaðurinn skaut á alla sem reyndu að flýja. Eftir að hafa skotið alla sem voru á svæðinu hafi hann næst gengið niður að ströndinni og skotið á þá sem reyndu að flýja eyjuna syndandi. Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, sagði í gær að helsta verkefni hans væri nú að halda vörð um samstöðu Norðmanna og tilfinningar þeirra. ,,Norðmenn eru lítil þjóð, en við erum stolt þjóð og samheldin. Sérstaklega á tímum sem þessum. Norðmenn allir finna til náinna tengsla við fórnarlömb sprengjuárásarinnar í Osló og skotárásarinnar í sumarbúðum verkamannaflokksins í Útey," sagði Stoltenberg á blaðamannafundi. Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Nýjustu fréttir norska ríkissjónvarpsins herma að annar maður hafi verið handtekinn í tengslum við fjöldamorðin á Útey í gær. Norska lögreglan staðfesti á blaðamannafundi í morgun að Breivik, sem handtekinn var í gær, hafi átt sér vitorðsmann. Haft er eftir ungmennum sem voru á eyjunni að skothríð hafi heyrst á mismunandi stöðum á eyjunni samtímis. Þau hafa lýst vitorðsmanninum sem dökkhærðum hávöxnum manni sem var norrænn í útlit. Hann hafi haldið á skammbyssu og verið með riffil á bakinu. Þetta eru tvímælalaust verstu fjöldamorð í sögu Noregs og Norðurlandana allra frá því í seinni heimsstyrjöldinni. Sögur þeirra sem komust lífs af í Útey á atburðunum þar eru martröð líkastar. Fólkið lýsir því hvernig byssumaðurinn gekk skipulega til verks og skaut á alla þá sem urðu á vegi hans. Fólkið reyndi að fela sig á bakvið steina og hæðir og margir, bæði særðir og ósærðir, sáu þann kost einan að synda á haf út í ísköldum sjónum. Margir lifðu það sund hins vegar ekki af. Kafaradeild lögreglunnar kembir nú hafsbotnin í leit að þeim sem enn hafa ekki komið í leitirnar. Lýsingar þeirra sem lifðu árásina af gefa smá saman glögga mynd að voðverkum gærdagsins. Fimmtán ára stúlka sem var á eyjunni í gær segist hafa legið á jörðinni og þóst vera látin á meðan árásarmaðurinn skaut á alla sem reyndu að flýja. Eftir að hafa skotið alla sem voru á svæðinu hafi hann næst gengið niður að ströndinni og skotið á þá sem reyndu að flýja eyjuna syndandi. Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, sagði í gær að helsta verkefni hans væri nú að halda vörð um samstöðu Norðmanna og tilfinningar þeirra. ,,Norðmenn eru lítil þjóð, en við erum stolt þjóð og samheldin. Sérstaklega á tímum sem þessum. Norðmenn allir finna til náinna tengsla við fórnarlömb sprengjuárásarinnar í Osló og skotárásarinnar í sumarbúðum verkamannaflokksins í Útey," sagði Stoltenberg á blaðamannafundi.
Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira