Norðmenn minnast fórnarlambanna 24. júlí 2011 09:26 Þjóðarsorg er í Noregi Mynd/AFP Minningarathafnir fara nú fram í flestum kirkjum Noregs til að minnast þeirra nítíu og tveggja sem staðfest er að féllu í sprengju og skotárásum í landinu á föstudag. Haraldur fimmti Noregskonungur og Sonja drottning eru við minningarathöfn í dómkikrjunni í Osló. Jens Stoltenberg forsætisráðherra flutti ávarp við athöfnina nú skömmu fyrir klukkan tíu. Þar minntist hann þeirra sem féllu og þá sérstaklega átta manns sem voru persónulegir vinir hans. Á hörmungartímum eins og nú væru í Noregi, væri hann stoltur af æðruleysi þjóðarinnar sem sýndi styrk sinn í verki og væri staðráðin í að verja þau gildi sem Noregur stendur fyrir. Karl Sigurbjörnsson biskup Íslands hefur beint því til sókna í landinu að þeir sem féllu í Noregi verði minnst í guðsþjónustum í dag. Biskupinn þjónar fyrir altari í dómkirkjunni í Reykjavík og sendifulltrúi Norðmanna á Íslandi, Silje Arne Kleiv flytur ávarp. Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands sækir minningarguðsþjónustu í Skálholtskirkju ásamt Dag Wernö Holte sendiherra Noregs á Íslandi sem mun flytja hugvekju. Í bréfi Karls Sigurbjörnssonar til presta og kirkjufólks hvetur hann fólk til að koma saman í samhug og fyrirbæn til að minnast þeirra sem létu lífið og þeirra sem lifðu hryllinginn af og takast nú á við afleiðingarnar. Minnumst þeirra sem syrgja, segir biskup Íslands og heiðrum þau sem á þessum skelfilegu tímum sýna náungakærleika og hugrekki í því að hjálpa og líkna þeim sem líða og þjást. "Biðjum um visku til handa stjórnvöldum og leiðtogum þjóðarinnar og öllum þeim sem bera ábyrgð á öryggismálefnum og löggæslu. Tjáum virðingu okkar og vinarþel til norsku þjóðarinnar og réttum norskum vinum og grönnum og samferðarfólki hollan huga og hlýja hönd samstöðu og fyrirbænar andspænis ógn og ótta. Þessi óskiljanlegu grimmdarverk hafa afhjúpað grundvallar varnarleysi okkar, bæði sem einstaklinga og samfélag. Hatrið og hefndin má ekki ná undirtökunum, óttinn og varnaleysið má ekki lama hið opna samfélag," segir Karl Sigurbjörnsson biskup Íslands. Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sjá meira
Minningarathafnir fara nú fram í flestum kirkjum Noregs til að minnast þeirra nítíu og tveggja sem staðfest er að féllu í sprengju og skotárásum í landinu á föstudag. Haraldur fimmti Noregskonungur og Sonja drottning eru við minningarathöfn í dómkikrjunni í Osló. Jens Stoltenberg forsætisráðherra flutti ávarp við athöfnina nú skömmu fyrir klukkan tíu. Þar minntist hann þeirra sem féllu og þá sérstaklega átta manns sem voru persónulegir vinir hans. Á hörmungartímum eins og nú væru í Noregi, væri hann stoltur af æðruleysi þjóðarinnar sem sýndi styrk sinn í verki og væri staðráðin í að verja þau gildi sem Noregur stendur fyrir. Karl Sigurbjörnsson biskup Íslands hefur beint því til sókna í landinu að þeir sem féllu í Noregi verði minnst í guðsþjónustum í dag. Biskupinn þjónar fyrir altari í dómkirkjunni í Reykjavík og sendifulltrúi Norðmanna á Íslandi, Silje Arne Kleiv flytur ávarp. Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands sækir minningarguðsþjónustu í Skálholtskirkju ásamt Dag Wernö Holte sendiherra Noregs á Íslandi sem mun flytja hugvekju. Í bréfi Karls Sigurbjörnssonar til presta og kirkjufólks hvetur hann fólk til að koma saman í samhug og fyrirbæn til að minnast þeirra sem létu lífið og þeirra sem lifðu hryllinginn af og takast nú á við afleiðingarnar. Minnumst þeirra sem syrgja, segir biskup Íslands og heiðrum þau sem á þessum skelfilegu tímum sýna náungakærleika og hugrekki í því að hjálpa og líkna þeim sem líða og þjást. "Biðjum um visku til handa stjórnvöldum og leiðtogum þjóðarinnar og öllum þeim sem bera ábyrgð á öryggismálefnum og löggæslu. Tjáum virðingu okkar og vinarþel til norsku þjóðarinnar og réttum norskum vinum og grönnum og samferðarfólki hollan huga og hlýja hönd samstöðu og fyrirbænar andspænis ógn og ótta. Þessi óskiljanlegu grimmdarverk hafa afhjúpað grundvallar varnarleysi okkar, bæði sem einstaklinga og samfélag. Hatrið og hefndin má ekki ná undirtökunum, óttinn og varnaleysið má ekki lama hið opna samfélag," segir Karl Sigurbjörnsson biskup Íslands.
Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sjá meira