Formúla 1

McLaren lætur ekki deigan síga eftir sigur

Lewis Hamilton náði forystu í keppninni í Þýskalandi etir ræsingu mótsins.
Lewis Hamilton náði forystu í keppninni í Þýskalandi etir ræsingu mótsins. AP mynd: Martin Meissner
Martin Whitmarsh, yfirmaður McLaren liðsins segir að lið sitt muni halda áfram að setja pressu á Sebastian Vettel, sem hefur gott forskot í stigamóti ökumanna. Lewis Hamilton á McLaren vann mót í Þýskalandi í gær, en Vettel varð fjórði á Red Bull bíl sínum.

Vettel er enn með afgerandi forskot í stigamóti ökumanna með 216 stig. Mark Webber á Red Bull er með 139, Hamilton 134 og Fernando Alonso á Ferrari 130. Vettel var ekki í slag um sigur í gær.

„Við getum ekki valdið mistökum hans. Það eina sem við getum gert er að pressa á hann og ég tel að Sebastian hafi gert mistök hérna. En hann var fullur sjálfstrausts í upphafi tímabilsins og gerði engin mistök. Við verðum að einbeita okkur að því sem við erum að gera. Ef það nægir til að vinna einstök mót, þá verður það frábært", sagði Whitmarsh í frétt á autosport.com í dag.

McLaren keppir í Ungverjalandi um næstu helgi og mætir með nýjungar íbílnum, rétt eins og liðið gerði um helgina.

„Það er ómögulegt að spá í gang mála, hlutirnir ganga upp og niður.

Sigurinn núna segir ekkert að við séum á flugi, en við gætum þó unnið. En við munum leggja hart að okkur að ná árangri í næsta móti.  Okkur líkar ekki við að vinna ekki mót. Við höfum trú á okkur og að við getum gert góða hluti og liðið býr yfir innri styrk", sagði Whitmarsh.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×