Breivik óttast kvenfrelsi Erla Hlynsdóttir skrifar 27. júlí 2011 10:43 Stelpurnar í Sex and the city eru slæmar fyrirmyndir, að mati Breivik Sjónvarpsþættirnir Sex and the City og áhrif þeirra á vestrænt samfélag eru norska fjöldamorðingjanum Anders Behring Breivik afar hugleikin, ef marka má stefnuyfirlýsinguna hans svokölluðu. Þar lýsir hann yfir áhyggjum sínum vegna aukins frjálsræðis í kynlífi og sjálfstæði kvenna í hinum vestræna heimi sem leiði til þess að fæðingartíðni fer lækkandi. Breivik tengir þetta þeim hugmyndum sínum um að múslimar taki Evrópu yfir á næstu áratugum, meðal annars vegna þess að hjá þeim er fæðingartíðnin hærri. Hann lítur svo á að femínismi hafi náð yfirráðum í samfélaginu og leggur áherslu á að endurreisa feðraveldið. Ein þeirra „lausna" sem Breivik leggur til er að hverfa aftur til fortíðar með því að takmarka notkun getnaðarvarna vestrænna kvenna, banna fóstureyðingar, koma í veg fyrir að konur mennti sig vel og tryggja að framleitt sé afþreyingarefni, sjónvarpsþættir og kvikmyndir, þar sem staða konunnar sem húsmóður er sýnd í jákvæðu ljósi. Breivik skrifar nokkuð um það sem hann kallar Sex and the city-lífsstílinn sem sé eyðileggjandi fyrir vestrænt samfélag og hin hefðbundnu fjölskyldugildi. Fyrirmyndirnar í þáttunum, auk listakvenna á borð við Madonnu og Lady Gaga, hvetja að hans mati til lauslætis sem síðan leiði til aukinnar útbreiðslu kynsjúkdóma. „Ég ætla ekki að láta eins og hræsnari og þykjast ekki hafa sjálfur orðið fyrir áhrifum af þessum dæmigerða Sex and the city-lífsstíl," skrifar hann. Breivik segist sjálfur hafa iðkað hann um tíma og það geri bæði vinir hans og fjölskyldumeðlimir. Nú hafi hann hins vegar andstyggð á þessum frjálslynda lífsstíl og ætli að einbeita sér að því að endurheimta fyrri samfélagsviðmið. Meðal þess sem hann telur vera raunhæfa lausn er að koma í veg fyrir að konur geti tekið meistarapróf eða orðið prófessorar. Hann lítur svo á að þeirra staður sé inni á heimilinu þar sem þær ala upp börnin, sem allra flest, til að viðhalda og auka við hinn vestræna kynstofn. Breivik tekur fram að það megi ekki dæma þær konur sem vilja vera sjálfstæðar og velja frekar frama á vinnumarkaði en barneignir, því þær hafi einfaldlega orðið fyrir áhrifum af þeim fyrirmyndum sem vegsamaðar eru í fjölmiðlum og menningu. Breivik segist ekki vera rasisti. Hann bendir á að samfélög leggi mikla áherslu á að bjarga dýrategundum sem taldar eru í útrýmingarhættu. Breivik lítur svo á að hann sé í baráttu fyrir vestræna kynstofninum á sama hátt. Eftir fjöldamorðin var hann úrskurðaður í átta vikna gæsluvarðhald, þar af fjögurra vikna einangrun. Hann mun meðal annars gangast undir læknisrannsókn þar sem metið verður hvort hann er veikur á geði. Hryðjuverk í Útey Noregur Tengdar fréttir Breivik líkir múslimum við vatn úr leku röri Norski fjöldamorðinginn Anders Breivik hvetur fylgismenn sína til að ráðast alls ekki á múslima, að svo komnu, heldur einbeita sér að árásum á stjórnmálaleiðtoga sem aðhyllast fjölmenningarstefnu og vinstri sinnað áhrifafólk í fjölmiðlaheiminum. 25. júlí 2011 10:13 Breivik markaðssetti sjálfan sig: Fór í ljós og tók stera Markaðssetning á málstað sínum er norska fjöldamorðingjanum Anders Breivik afar hugleikin ef marka má stefnuyfirlýsinguna sem hann sendi frá sér fyrir morðin. Þar ráðleggur hann fylgismönnum að huga vel að ímynd sinni, láta fagmenn taka af sér góðar ljósmyndir og jafnvel notast við myndvinnsluforritið Photoshop til að útkoman verði sem allra best. 25. júlí 2011 11:28 Breivik í fjögurra vikna einangrun: Segist vilja bjarga Evrópu Norska fjöldamorðingjanum Anders Breivik verður haldið í einangrun næstu fjórar vikurnar, samkvæmt ákvörðun dómsþingsins í Osló. Það er álit þingsins að nægjanleg gögn séu fyrir hendi til að ákæra Breivik. 25. júlí 2011 13:31 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fleiri fréttir Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Sjá meira
Sjónvarpsþættirnir Sex and the City og áhrif þeirra á vestrænt samfélag eru norska fjöldamorðingjanum Anders Behring Breivik afar hugleikin, ef marka má stefnuyfirlýsinguna hans svokölluðu. Þar lýsir hann yfir áhyggjum sínum vegna aukins frjálsræðis í kynlífi og sjálfstæði kvenna í hinum vestræna heimi sem leiði til þess að fæðingartíðni fer lækkandi. Breivik tengir þetta þeim hugmyndum sínum um að múslimar taki Evrópu yfir á næstu áratugum, meðal annars vegna þess að hjá þeim er fæðingartíðnin hærri. Hann lítur svo á að femínismi hafi náð yfirráðum í samfélaginu og leggur áherslu á að endurreisa feðraveldið. Ein þeirra „lausna" sem Breivik leggur til er að hverfa aftur til fortíðar með því að takmarka notkun getnaðarvarna vestrænna kvenna, banna fóstureyðingar, koma í veg fyrir að konur mennti sig vel og tryggja að framleitt sé afþreyingarefni, sjónvarpsþættir og kvikmyndir, þar sem staða konunnar sem húsmóður er sýnd í jákvæðu ljósi. Breivik skrifar nokkuð um það sem hann kallar Sex and the city-lífsstílinn sem sé eyðileggjandi fyrir vestrænt samfélag og hin hefðbundnu fjölskyldugildi. Fyrirmyndirnar í þáttunum, auk listakvenna á borð við Madonnu og Lady Gaga, hvetja að hans mati til lauslætis sem síðan leiði til aukinnar útbreiðslu kynsjúkdóma. „Ég ætla ekki að láta eins og hræsnari og þykjast ekki hafa sjálfur orðið fyrir áhrifum af þessum dæmigerða Sex and the city-lífsstíl," skrifar hann. Breivik segist sjálfur hafa iðkað hann um tíma og það geri bæði vinir hans og fjölskyldumeðlimir. Nú hafi hann hins vegar andstyggð á þessum frjálslynda lífsstíl og ætli að einbeita sér að því að endurheimta fyrri samfélagsviðmið. Meðal þess sem hann telur vera raunhæfa lausn er að koma í veg fyrir að konur geti tekið meistarapróf eða orðið prófessorar. Hann lítur svo á að þeirra staður sé inni á heimilinu þar sem þær ala upp börnin, sem allra flest, til að viðhalda og auka við hinn vestræna kynstofn. Breivik tekur fram að það megi ekki dæma þær konur sem vilja vera sjálfstæðar og velja frekar frama á vinnumarkaði en barneignir, því þær hafi einfaldlega orðið fyrir áhrifum af þeim fyrirmyndum sem vegsamaðar eru í fjölmiðlum og menningu. Breivik segist ekki vera rasisti. Hann bendir á að samfélög leggi mikla áherslu á að bjarga dýrategundum sem taldar eru í útrýmingarhættu. Breivik lítur svo á að hann sé í baráttu fyrir vestræna kynstofninum á sama hátt. Eftir fjöldamorðin var hann úrskurðaður í átta vikna gæsluvarðhald, þar af fjögurra vikna einangrun. Hann mun meðal annars gangast undir læknisrannsókn þar sem metið verður hvort hann er veikur á geði.
Hryðjuverk í Útey Noregur Tengdar fréttir Breivik líkir múslimum við vatn úr leku röri Norski fjöldamorðinginn Anders Breivik hvetur fylgismenn sína til að ráðast alls ekki á múslima, að svo komnu, heldur einbeita sér að árásum á stjórnmálaleiðtoga sem aðhyllast fjölmenningarstefnu og vinstri sinnað áhrifafólk í fjölmiðlaheiminum. 25. júlí 2011 10:13 Breivik markaðssetti sjálfan sig: Fór í ljós og tók stera Markaðssetning á málstað sínum er norska fjöldamorðingjanum Anders Breivik afar hugleikin ef marka má stefnuyfirlýsinguna sem hann sendi frá sér fyrir morðin. Þar ráðleggur hann fylgismönnum að huga vel að ímynd sinni, láta fagmenn taka af sér góðar ljósmyndir og jafnvel notast við myndvinnsluforritið Photoshop til að útkoman verði sem allra best. 25. júlí 2011 11:28 Breivik í fjögurra vikna einangrun: Segist vilja bjarga Evrópu Norska fjöldamorðingjanum Anders Breivik verður haldið í einangrun næstu fjórar vikurnar, samkvæmt ákvörðun dómsþingsins í Osló. Það er álit þingsins að nægjanleg gögn séu fyrir hendi til að ákæra Breivik. 25. júlí 2011 13:31 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fleiri fréttir Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Sjá meira
Breivik líkir múslimum við vatn úr leku röri Norski fjöldamorðinginn Anders Breivik hvetur fylgismenn sína til að ráðast alls ekki á múslima, að svo komnu, heldur einbeita sér að árásum á stjórnmálaleiðtoga sem aðhyllast fjölmenningarstefnu og vinstri sinnað áhrifafólk í fjölmiðlaheiminum. 25. júlí 2011 10:13
Breivik markaðssetti sjálfan sig: Fór í ljós og tók stera Markaðssetning á málstað sínum er norska fjöldamorðingjanum Anders Breivik afar hugleikin ef marka má stefnuyfirlýsinguna sem hann sendi frá sér fyrir morðin. Þar ráðleggur hann fylgismönnum að huga vel að ímynd sinni, láta fagmenn taka af sér góðar ljósmyndir og jafnvel notast við myndvinnsluforritið Photoshop til að útkoman verði sem allra best. 25. júlí 2011 11:28
Breivik í fjögurra vikna einangrun: Segist vilja bjarga Evrópu Norska fjöldamorðingjanum Anders Breivik verður haldið í einangrun næstu fjórar vikurnar, samkvæmt ákvörðun dómsþingsins í Osló. Það er álit þingsins að nægjanleg gögn séu fyrir hendi til að ákæra Breivik. 25. júlí 2011 13:31