Nýliði í góðri stöðu á ráslínu á heimavelli 10. júlí 2011 10:11 Paul di Resta og Lewis Hamilton ræða málin á fréttamannafundi á Silverstone brautinni. AP mynd: Tom Hevezi Skoski ökumaðurinn Paul di Resta á Force India keppnisbíl verður sjötti á ráslínu í breska kappakstrinum á Silverstone í dag. Nýliðinn hjá Force India náði sínum besta árangri í tímatökum í gær, en Force India liðið er eitt átta Formúlu 1 liða sem eru á heimavelli í dag. Di Resta byrjaði að keppa með Force India liðinu á þessu ári, eftir að hafa orðrið meistari í DTM mótaröðinni þýsku í fyrra. Force India liðið er með bækistöð sína skammt frá Silverstone brautinni í Bretlandi. Di Resta segir bíl liðsins virka vel eftir að nýjungar voru settir í hann. „Það var markmið okkar og metnaður að komast í lokaumferðina. Við höfum verið nokkuð samkeppnisfærir á brautinni um helgina, hvort sem það hefur verið blautt eða þurrt. Ég ók lokaumferðina á ystu nöf og hefði vart verið hægt að taka meira út úr bílnum", sagði di Resta í frétt á autosport.com um árangur sinn í gær í tímatökunni. Di Resta sagði gott að vera fyrir framan breska áhorfendur og á heimavelli. Jenson Button var fremstur Breta í tímatökunni og er einu sæti á undan di Resta á ráslínu á McLaren, en Lewis Hamilton á samskonar bíl er tíundi. „Ég vill sigra 23 aðra ökumenn. Lewis var með aðra áætlun í tímatökunni en við og fór út á notuðum dekkjum og tapaði trúlega á rigningu sem kom, án þess að ég geti sagt nokkuð um það. Ég geri bara mitt besta. Ég hefði frekar viljað ná betri árangri en Jenson, þar sem hann var bara hundraðshlutum (úr sekúndu) á undan mér", sagði di Resta. Bein útsending er frá breska kappakstrinum hefst kl. 11.30 á Stöð 2 Sport í dag í opinni dagskrá. Þátturinn Endmarkið er á dagskrá kl. 14.00. Formúla Íþróttir Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Kókaín fannst í lyfjaprófinu en uppgötvaðist alltof seint Sport Dagskráin í dag: Pallborðið hitar upp fyrir EM og boltinn skoppar í Bónus Sport Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Skoski ökumaðurinn Paul di Resta á Force India keppnisbíl verður sjötti á ráslínu í breska kappakstrinum á Silverstone í dag. Nýliðinn hjá Force India náði sínum besta árangri í tímatökum í gær, en Force India liðið er eitt átta Formúlu 1 liða sem eru á heimavelli í dag. Di Resta byrjaði að keppa með Force India liðinu á þessu ári, eftir að hafa orðrið meistari í DTM mótaröðinni þýsku í fyrra. Force India liðið er með bækistöð sína skammt frá Silverstone brautinni í Bretlandi. Di Resta segir bíl liðsins virka vel eftir að nýjungar voru settir í hann. „Það var markmið okkar og metnaður að komast í lokaumferðina. Við höfum verið nokkuð samkeppnisfærir á brautinni um helgina, hvort sem það hefur verið blautt eða þurrt. Ég ók lokaumferðina á ystu nöf og hefði vart verið hægt að taka meira út úr bílnum", sagði di Resta í frétt á autosport.com um árangur sinn í gær í tímatökunni. Di Resta sagði gott að vera fyrir framan breska áhorfendur og á heimavelli. Jenson Button var fremstur Breta í tímatökunni og er einu sæti á undan di Resta á ráslínu á McLaren, en Lewis Hamilton á samskonar bíl er tíundi. „Ég vill sigra 23 aðra ökumenn. Lewis var með aðra áætlun í tímatökunni en við og fór út á notuðum dekkjum og tapaði trúlega á rigningu sem kom, án þess að ég geti sagt nokkuð um það. Ég geri bara mitt besta. Ég hefði frekar viljað ná betri árangri en Jenson, þar sem hann var bara hundraðshlutum (úr sekúndu) á undan mér", sagði di Resta. Bein útsending er frá breska kappakstrinum hefst kl. 11.30 á Stöð 2 Sport í dag í opinni dagskrá. Þátturinn Endmarkið er á dagskrá kl. 14.00.
Formúla Íþróttir Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Kókaín fannst í lyfjaprófinu en uppgötvaðist alltof seint Sport Dagskráin í dag: Pallborðið hitar upp fyrir EM og boltinn skoppar í Bónus Sport Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira