Nýliði í góðri stöðu á ráslínu á heimavelli 10. júlí 2011 10:11 Paul di Resta og Lewis Hamilton ræða málin á fréttamannafundi á Silverstone brautinni. AP mynd: Tom Hevezi Skoski ökumaðurinn Paul di Resta á Force India keppnisbíl verður sjötti á ráslínu í breska kappakstrinum á Silverstone í dag. Nýliðinn hjá Force India náði sínum besta árangri í tímatökum í gær, en Force India liðið er eitt átta Formúlu 1 liða sem eru á heimavelli í dag. Di Resta byrjaði að keppa með Force India liðinu á þessu ári, eftir að hafa orðrið meistari í DTM mótaröðinni þýsku í fyrra. Force India liðið er með bækistöð sína skammt frá Silverstone brautinni í Bretlandi. Di Resta segir bíl liðsins virka vel eftir að nýjungar voru settir í hann. „Það var markmið okkar og metnaður að komast í lokaumferðina. Við höfum verið nokkuð samkeppnisfærir á brautinni um helgina, hvort sem það hefur verið blautt eða þurrt. Ég ók lokaumferðina á ystu nöf og hefði vart verið hægt að taka meira út úr bílnum", sagði di Resta í frétt á autosport.com um árangur sinn í gær í tímatökunni. Di Resta sagði gott að vera fyrir framan breska áhorfendur og á heimavelli. Jenson Button var fremstur Breta í tímatökunni og er einu sæti á undan di Resta á ráslínu á McLaren, en Lewis Hamilton á samskonar bíl er tíundi. „Ég vill sigra 23 aðra ökumenn. Lewis var með aðra áætlun í tímatökunni en við og fór út á notuðum dekkjum og tapaði trúlega á rigningu sem kom, án þess að ég geti sagt nokkuð um það. Ég geri bara mitt besta. Ég hefði frekar viljað ná betri árangri en Jenson, þar sem hann var bara hundraðshlutum (úr sekúndu) á undan mér", sagði di Resta. Bein útsending er frá breska kappakstrinum hefst kl. 11.30 á Stöð 2 Sport í dag í opinni dagskrá. Þátturinn Endmarkið er á dagskrá kl. 14.00. Formúla Íþróttir Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Skoski ökumaðurinn Paul di Resta á Force India keppnisbíl verður sjötti á ráslínu í breska kappakstrinum á Silverstone í dag. Nýliðinn hjá Force India náði sínum besta árangri í tímatökum í gær, en Force India liðið er eitt átta Formúlu 1 liða sem eru á heimavelli í dag. Di Resta byrjaði að keppa með Force India liðinu á þessu ári, eftir að hafa orðrið meistari í DTM mótaröðinni þýsku í fyrra. Force India liðið er með bækistöð sína skammt frá Silverstone brautinni í Bretlandi. Di Resta segir bíl liðsins virka vel eftir að nýjungar voru settir í hann. „Það var markmið okkar og metnaður að komast í lokaumferðina. Við höfum verið nokkuð samkeppnisfærir á brautinni um helgina, hvort sem það hefur verið blautt eða þurrt. Ég ók lokaumferðina á ystu nöf og hefði vart verið hægt að taka meira út úr bílnum", sagði di Resta í frétt á autosport.com um árangur sinn í gær í tímatökunni. Di Resta sagði gott að vera fyrir framan breska áhorfendur og á heimavelli. Jenson Button var fremstur Breta í tímatökunni og er einu sæti á undan di Resta á ráslínu á McLaren, en Lewis Hamilton á samskonar bíl er tíundi. „Ég vill sigra 23 aðra ökumenn. Lewis var með aðra áætlun í tímatökunni en við og fór út á notuðum dekkjum og tapaði trúlega á rigningu sem kom, án þess að ég geti sagt nokkuð um það. Ég geri bara mitt besta. Ég hefði frekar viljað ná betri árangri en Jenson, þar sem hann var bara hundraðshlutum (úr sekúndu) á undan mér", sagði di Resta. Bein útsending er frá breska kappakstrinum hefst kl. 11.30 á Stöð 2 Sport í dag í opinni dagskrá. Þátturinn Endmarkið er á dagskrá kl. 14.00.
Formúla Íþróttir Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira