Hamilton: Einn besti breski kappakstur allra tíma 11. júlí 2011 11:14 Lewis Hamilton hjá McLaren varð fjórði á Silverstone brautinni í gær. AP mynd: Tom Hevezi Lewis Hamilton hjá McLaren var í hörkubaráttu um verðlaunasæti um tíma í breska kappakstrinum á Silverstone í gær. Undir lokin barðist hann við Felipe Massa á Ferrari um fjórða sætið allt til loka og munaði aðeins 0.024 úr sekúndu á þeim í endamarkinu. Var harður slagur á milli þeirra í síðustu beygjunni í síðasta hringnum og Hamilton hafði betur. Hamilton var tíundi á ráslínu og vann sig upp listann og var í baráttu um verðlaunasæti um tíma, en fékk skipun frá McLaren liðinu á lokasprettinum að hægja á þar sem bíll hans hafði ekki nægt bensín um borð. „Í lokin þá varð ég að spara bensín, slá af á köflum og það þýðir að bremsurnar kólna og þess vegna var ég alltaf að læsa hjólum. Það gerði það að Mark (Webber á Red Bull) komst framhjá mér og ég þurfti að verja stöðuna gagnvart Felipe (Massa) í lokahringjunum", sagði Hamilton í fréttatilkynningu frá McLaren eftir mótið en Hamilton var á undan Massa í síðasta hringnum. „Í síðasta hringnum fékk ég skipun frá liðinu að keyra eins hratt og ég mögulega gæti, en Felipe hafði þá minnkað muninn á milli okkar, þannig að það var erfitt að verjast. Síðasta hringinn var mjótt á munum. Í síðstu beygjunnoi ók ég í innanverðri beygjunni og bremsaði eins kröftulega og ég gat. Sem betur fer komust við báðir í gegnum beygjuna og ég rétt marði að vera á undan í endmark". „Stuðningurinn sem ég fékk þegar ég kom yfir endmarkslínuna var eins og ég hefði unnið mótið og ég vil því þakka öllum. Í raun hafa áhorfendur verið frábærir alla helgina. Ég hef aldrei séð svona mikið af fólki á Silverstone og ég fann fyrir hvatningu þeirra. Ég held að þetta hafi verið einn besti breski kappakstur allra tíma og ég er þegar farinn að hlakka til að mæta aftur á næsta ári", sagði Hamilton. Formúla Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Lewis Hamilton hjá McLaren var í hörkubaráttu um verðlaunasæti um tíma í breska kappakstrinum á Silverstone í gær. Undir lokin barðist hann við Felipe Massa á Ferrari um fjórða sætið allt til loka og munaði aðeins 0.024 úr sekúndu á þeim í endamarkinu. Var harður slagur á milli þeirra í síðustu beygjunni í síðasta hringnum og Hamilton hafði betur. Hamilton var tíundi á ráslínu og vann sig upp listann og var í baráttu um verðlaunasæti um tíma, en fékk skipun frá McLaren liðinu á lokasprettinum að hægja á þar sem bíll hans hafði ekki nægt bensín um borð. „Í lokin þá varð ég að spara bensín, slá af á köflum og það þýðir að bremsurnar kólna og þess vegna var ég alltaf að læsa hjólum. Það gerði það að Mark (Webber á Red Bull) komst framhjá mér og ég þurfti að verja stöðuna gagnvart Felipe (Massa) í lokahringjunum", sagði Hamilton í fréttatilkynningu frá McLaren eftir mótið en Hamilton var á undan Massa í síðasta hringnum. „Í síðasta hringnum fékk ég skipun frá liðinu að keyra eins hratt og ég mögulega gæti, en Felipe hafði þá minnkað muninn á milli okkar, þannig að það var erfitt að verjast. Síðasta hringinn var mjótt á munum. Í síðstu beygjunnoi ók ég í innanverðri beygjunni og bremsaði eins kröftulega og ég gat. Sem betur fer komust við báðir í gegnum beygjuna og ég rétt marði að vera á undan í endmark". „Stuðningurinn sem ég fékk þegar ég kom yfir endmarkslínuna var eins og ég hefði unnið mótið og ég vil því þakka öllum. Í raun hafa áhorfendur verið frábærir alla helgina. Ég hef aldrei séð svona mikið af fólki á Silverstone og ég fann fyrir hvatningu þeirra. Ég held að þetta hafi verið einn besti breski kappakstur allra tíma og ég er þegar farinn að hlakka til að mæta aftur á næsta ári", sagði Hamilton.
Formúla Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira