Ferrari stjórinn vill berjast án þess að skoða stigastöðuna 11. júlí 2011 16:34 Fernando Alonso bendir á stýrið með Ferrari merkinu eftir sigurinn á Silverstone í gær. AP mynd: Tom Hevezi Stefano Domenicali, yfirmaður Ferrari segir að frammistaða liðs síns hafi verið ótrúleg í breska kappakstrinum í gær, en Fernando Alonso vann sinn fyrsta sigur í Formúlu 1 á árinu og Ferrari að sama skapi. Ferrari mætti með endurbættan bíl sem virkaði vel á brautinni og Alonso færðist upp í þriðja sæti í stigakeppni ökumanna, en hann var fimmti fyrir mótið. Vettel er með 80 stiga forskot á Mark Webber, liðfélaga sinn hjá Red Bull og Alonso er 12 stigum á eftir Webber. „Við sáum að frammistaða bíls okkar var góð við allar aðstæður, á öllum útgáfum dekkja, jafnvel á laugardag, þannig að ég er ánægður með það. En eins og áður, þá verðum við að ná árangri mót frá móti. Kannski verða hlutirnir öðruvísi í næsta móti", sagði Domenicali í frétt á autosport.com. Alonso talaði um það á fréttamannafundi eftir keppnina að hann teldi að best væri að einbeita sér að hverju móti og reyna hámarka árangur liðsins í hverri keppni, en Sebastian Vettel er með gott forskot í stigamóti ökumanna og Red Bull í keppni bílasmiða. „Við þurfum að horfa framávið og gæta þess að við höfum styrkleika fyrir næsta hluta tímabilsins og munum reyna að berjast án þess að skoða stigastöðuna. Hámarka árangurinn og sjá hvar við stöndum eftir sjö mót", sagði Domenicali. Næsta mót er í Þýskalandi og Ferari mætir væntanlega með einhverjar endurbætur í þá keppni að sögn Domenicali. Felipe Massa, hinn ökumaður Ferrari náði fimmta sæti í keppninni á Silverstone í gær, eftir harðan slag við Lewis Hamilton á McLaren á lokasprettinum. Staðan í stigamótinu Ökumenn 1. Vettel 204 2. Webber 124 3. Alonso 112 4. Hamilton 109 5. Button 109 Bílasmiðir 1. Red Bull 328 2. McLaren 218 3. Ferrari 164 Formúla Íþróttir Mest lesið McGregor sakaður um nauðgun Sport Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Enski boltinn „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Sport FIFA hótar félögunum stórum sektum Fótbolti Segir æðislegt að fá Aron til sín Handbolti „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Íslenski boltinn Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Enski boltinn Ísland í aðalhlutverki á meistarahring Elísabetar Sport Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Stefano Domenicali, yfirmaður Ferrari segir að frammistaða liðs síns hafi verið ótrúleg í breska kappakstrinum í gær, en Fernando Alonso vann sinn fyrsta sigur í Formúlu 1 á árinu og Ferrari að sama skapi. Ferrari mætti með endurbættan bíl sem virkaði vel á brautinni og Alonso færðist upp í þriðja sæti í stigakeppni ökumanna, en hann var fimmti fyrir mótið. Vettel er með 80 stiga forskot á Mark Webber, liðfélaga sinn hjá Red Bull og Alonso er 12 stigum á eftir Webber. „Við sáum að frammistaða bíls okkar var góð við allar aðstæður, á öllum útgáfum dekkja, jafnvel á laugardag, þannig að ég er ánægður með það. En eins og áður, þá verðum við að ná árangri mót frá móti. Kannski verða hlutirnir öðruvísi í næsta móti", sagði Domenicali í frétt á autosport.com. Alonso talaði um það á fréttamannafundi eftir keppnina að hann teldi að best væri að einbeita sér að hverju móti og reyna hámarka árangur liðsins í hverri keppni, en Sebastian Vettel er með gott forskot í stigamóti ökumanna og Red Bull í keppni bílasmiða. „Við þurfum að horfa framávið og gæta þess að við höfum styrkleika fyrir næsta hluta tímabilsins og munum reyna að berjast án þess að skoða stigastöðuna. Hámarka árangurinn og sjá hvar við stöndum eftir sjö mót", sagði Domenicali. Næsta mót er í Þýskalandi og Ferari mætir væntanlega með einhverjar endurbætur í þá keppni að sögn Domenicali. Felipe Massa, hinn ökumaður Ferrari náði fimmta sæti í keppninni á Silverstone í gær, eftir harðan slag við Lewis Hamilton á McLaren á lokasprettinum. Staðan í stigamótinu Ökumenn 1. Vettel 204 2. Webber 124 3. Alonso 112 4. Hamilton 109 5. Button 109 Bílasmiðir 1. Red Bull 328 2. McLaren 218 3. Ferrari 164
Formúla Íþróttir Mest lesið McGregor sakaður um nauðgun Sport Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Enski boltinn „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Sport FIFA hótar félögunum stórum sektum Fótbolti Segir æðislegt að fá Aron til sín Handbolti „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Íslenski boltinn Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Enski boltinn Ísland í aðalhlutverki á meistarahring Elísabetar Sport Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira