Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn vill að Ítalía ráðist í veigamiklar niðurskurðaráætlanir til að draga úr skuldum ríkissjóðs landsins. Óttast er að Ítalía verði næsta land á evrusvæðinu sem lendi í miklum vandræðum vegna skulda sinna.
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn telur jafnframt að Grikkland þurfi 100 milljarða bandaríkjadala í aðstoð frá Evrópusambandinu, jafnvirði 16.600 milljarða íslenskra króna, og 33 milljarða, tæpa 5500 íslenskra króna, annarsstaðar frá til viðbótar við þá aðstoð sem Grikkir hafa þegar fengið.
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn mun halda áfram að aðstoða Grikkland, eftir því sem fram kemur í fréttum BBC. AGS telur hins vegar að kreppan í Grikklandi verði verri á þessu ári en áður var talið. Samdrátturinn í hagkerfinu verði um 3,9%
AGS vill mikinn niðurskurð á Ítalíu
