Sport

Einar Daði í 14. sæti eftir sjö greinar á EM U23

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Einar Daði er einn efnilegasti íþróttamaður þjóðarinnar.
Einar Daði er einn efnilegasti íþróttamaður þjóðarinnar. Mynd/Valli
Einar Daði Lárusson frjálsíþróttakappi úr ÍR er í 14. sæti í tugþraut á Evrópumeistaramótinu fyrir 23 ára og yngri í Ostrava. Sjö greinum er lokið en Einar Daði keppti í morgun í 110 metra grindahlaupi og kringlukasti.

Einar Daði hljóp 110 metrana á 14,82 sekúndum sem er hans besti tími í þraut. Hann kastaði kringlunni 36,12 metra sem er aðeins lakara en hann á best í þrautt. Fyrir hlaupið halut Einar Daði 871 en fyrir kringukastið 586 stig.

Hann er í 14. sæti með 5363 stig. Efstur er Hvít-Rússinn Eduard Mikhan 5881 stig

Þremur greinum er ólokið. Stangarstökki, spjótkasti og 1500 metra hlaupi.


Tengdar fréttir

Einar Daði í 15. sæti á EM eftir fyrri daginn

Tugþrautarkappinn Einar Daði Lárusson úr ÍR hóf í dag keppni á Evrópumeistaramótinu í frjálsum íþróttum fyrir keppendur yngri en 23 ára. Keppt er í Ostrava í Tékklandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×