Button dreymir um að sigra á Silverstone brautinni 4. júlí 2011 16:38 Jenson Button vann kanadíska kappaksturinn í júní á Mclaren, eftir harða keppni við Sebastian Vettel á Red Bull. AP mynd: Paul Chiasson/The Canadian Press Jenson Button hjá McLaren er í öðru sæti í stigakeppni ökumanna á eftir Sebastian Vettel á Red Bull. Button, sem er breskur verður á heimavelli á Silverstone brautinni um næstu helgi, rétt eins og liðsfélagi hans Lewis Hamilton. „Besti árangur minn á Silverstone er fjórða sæti, sem ég náði 2004 og í fyrra, eftir að hafa unnið mig upp listann eftir slaka tímatöku. Þó svæðið hafi ekki verið mér vingjarnlegt, þá hlakka ég til mótsins í ár. Við kepptum á nýju útfærslu hennar í fyrra, en núna keppum við í fyrsta skipti á brautinni eins og hún að vera", sagði Button í fréttatilkynningu frá McLaren. „Það er ný ráslína og fyrsta beygjan ný og allt þjónustusvæðið og aðstaða keppnisliða ný og það verður frábært. Ég held að Silverstone verði staðfest sem ein besta braut heims. Það verður skrýtið að sitja á ráslínunni og að fara á fullri ferð í Abbey sem fyrstu beygju." „Við munum enn eina ferðina sjá að breskir áhorfendur eru meðal þeirra ástríðufyllstu og fróðustu og tryggustu í heiminum. Það myndi vera mér allt ef ég næði að vinna á heimavelli, draumur sem myndi rætast. Hvað sem gerist verður helgin frábær", sagði Button. Hamilton hefur unnið mótið á Silverstone og gerði það 2008. „Sigur minn á Silverstone árið 2008 er einn af sætustu og minnisstæðustu atvikunum á ferli mínum í Formúlu 1. Það er minnig sem verður alltaf til staðar. Að standa á efsta þrepi verðlaunapallsins og sjá yfir haf af flöggum og andlitum í stúkunni er einfaldlega ótrúlegt", sagði Hamilton. „Núna erum við á nýrri Silverstone og þó margt hafi breyst í kringum brautina og aðstöðu keppnisliða, þá er ég viss um að þúsundir áhorfenda verða jafn ástríðufullir og áður. Það er það besta við breska kappaksturinn", sagði Hamilton. „Það verður stífari túlkun á reglum í þessu móti, sem gæti haft áhrif á öll keppnisliðin og það verður áhugavert að sjá hvort styrkleikinn breytist vegna þessa. Þetta verður annasöm helgi fyrir tækimenn okkar og þeir munu gera sitt til að við verðum samkeppnisfærir." „Ég hlakka til Silverstone, þetta er ein besta braut í heimi og ég tel að notkun á DRS (stillanlegum afturvæng) og KERS kerfinu muni gera þetta að einum besta og mest spennandi breska kappakstrinum nokkurn tímann", sagði Hamilton. Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Jenson Button hjá McLaren er í öðru sæti í stigakeppni ökumanna á eftir Sebastian Vettel á Red Bull. Button, sem er breskur verður á heimavelli á Silverstone brautinni um næstu helgi, rétt eins og liðsfélagi hans Lewis Hamilton. „Besti árangur minn á Silverstone er fjórða sæti, sem ég náði 2004 og í fyrra, eftir að hafa unnið mig upp listann eftir slaka tímatöku. Þó svæðið hafi ekki verið mér vingjarnlegt, þá hlakka ég til mótsins í ár. Við kepptum á nýju útfærslu hennar í fyrra, en núna keppum við í fyrsta skipti á brautinni eins og hún að vera", sagði Button í fréttatilkynningu frá McLaren. „Það er ný ráslína og fyrsta beygjan ný og allt þjónustusvæðið og aðstaða keppnisliða ný og það verður frábært. Ég held að Silverstone verði staðfest sem ein besta braut heims. Það verður skrýtið að sitja á ráslínunni og að fara á fullri ferð í Abbey sem fyrstu beygju." „Við munum enn eina ferðina sjá að breskir áhorfendur eru meðal þeirra ástríðufyllstu og fróðustu og tryggustu í heiminum. Það myndi vera mér allt ef ég næði að vinna á heimavelli, draumur sem myndi rætast. Hvað sem gerist verður helgin frábær", sagði Button. Hamilton hefur unnið mótið á Silverstone og gerði það 2008. „Sigur minn á Silverstone árið 2008 er einn af sætustu og minnisstæðustu atvikunum á ferli mínum í Formúlu 1. Það er minnig sem verður alltaf til staðar. Að standa á efsta þrepi verðlaunapallsins og sjá yfir haf af flöggum og andlitum í stúkunni er einfaldlega ótrúlegt", sagði Hamilton. „Núna erum við á nýrri Silverstone og þó margt hafi breyst í kringum brautina og aðstöðu keppnisliða, þá er ég viss um að þúsundir áhorfenda verða jafn ástríðufullir og áður. Það er það besta við breska kappaksturinn", sagði Hamilton. „Það verður stífari túlkun á reglum í þessu móti, sem gæti haft áhrif á öll keppnisliðin og það verður áhugavert að sjá hvort styrkleikinn breytist vegna þessa. Þetta verður annasöm helgi fyrir tækimenn okkar og þeir munu gera sitt til að við verðum samkeppnisfærir." „Ég hlakka til Silverstone, þetta er ein besta braut í heimi og ég tel að notkun á DRS (stillanlegum afturvæng) og KERS kerfinu muni gera þetta að einum besta og mest spennandi breska kappakstrinum nokkurn tímann", sagði Hamilton.
Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira