Sport

Fannar Gauti vann silfur og brons á EM öðlinga

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mynd/Breiðablik.is
Fannar Gauti Dagbjartsson úr Breiðabliki vann til silfur- og bronsverðlauna á Evrópumóti öðlinga í Tékklandi í dag. Fannar Gauti sem keppir í öðlingaflokki 40-49 ára fékk silfur í bekkpressu og brons í réttstöðulyftu og samanlögðu.

Fannar gauti lyfti 247,5 kg í bekkpressu sem er Íslandsmet. Þá lyfti hann 295 kg í réttstöðulyftu sem skilaði honum í þriðja sætið og þar með bronsinu. Um leið setti hann Íslandsmet í opnum flokki og í öðlingaflokki sínum.

Þá lyfti Fannar 302,5 kg í hnébeygju sem er Íslandsmet í opnum flokki sem og í flokki öðlinga 40-49 ára.

Samanlagður árangur Fannars 845 kg dugði Fannari til þriðja sætis í heildarkeppninni. Sigurvegarinn, heimamaðurinn Zoltan Kanat, lyfti 870 kg samanlagt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×