Sport

Arna Stefanía í 22. sæti á HM 17 ára og yngri

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Arna bætti sig í fimm greinum af sjö
Arna bætti sig í fimm greinum af sjö Mynd/Heimasíða ÍR
Arna Stefanía Guðmundsdóttir úr ÍR lenti í 22. sæti í sjöþraut á heimsmeistaramóti 17 ára og yngri í Lille í Frakklandi. Arna Stefanía bætti sig í fimm greinum en slakur árangur í langstökki varð henni að falli.

Arna Stefanía sigraði í sínum riðli í 100 metra grindahlaupi á tímanum 14,93 sekúndum en áður átti hún besti 15,29 sekúndur. Hún kastaði kúlunni 9,92 metra sem er hennar besti árangur með 4 kg kúlu. Hún stökk 1.60 metra í hástökki og hljóp 200 metrana á 25,14 sekúndum sem einnig er bæting.

Dagurinn í dag byrjaði á langstökki. Arna stökk 2,90 metra í sínu fyrsta stökki en þau tvö síðari voru ógild. Arna á best 5,73 metra í langstökki svo hún var langt frá sínu besta og í raun eyðilagði fyrir henni fína þraut. Arna lét mótlætið ekki á sig fá og kastaði 40,84 metra í spjótkasti sem er bæting.

Arna hljóp 800 metrana á 2:14,88 mínútum sem er hennar besti árangur í greininni. Hún endaði í 22. sæti með 4653 stig.

Íslandsmet Helgu Margrétar Þorsteinsdóttur í flokki 17 ára og yngri er 5,524 stig.

Nánar er fjallað um árangur Örnu Stefaníu á www.ir.is/frjalsar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×