Schumacher telur mótið í Valencia áhugavert fyrir ökumenn og áhorfendur 22. júní 2011 16:04 Michael Schumacher í Montreal í Kanada á dögunum. AP mynd: Darron Cummings Formúlu 1 ökumaðurinn Michel Schumacher hjá Mercedes keppir ásamt liðsfélaga sínum Nico Rosberg á götubrautinni í Valencia á Spáni á sunnudaginn. Fyrstu æfingar Formúlu 1 keppnisliða eru á brautinni á föstudag og lokaæfingin og tímatakan á laugardag. Schumacher átti góða spretti í síðustu keppni sem var í Montreal í Kanada og var í baráttu um verðlaunasæti um tíma, en tókst þó ekki að krækja í verðlaun en varð í fjórða sæti í mótinu. „Eftir hvetjandi helgi í Kanada er gott að vera kominn aftur til Evrópu á ný, þar sem sumar tímabilið hefst. Valencia setur á svið eitt óvenjulegasta mótið á mótaskránni á götubraut, sem er að mínu mati áhugaverð fyrir ökumenn og áhorfendur", sagði Schumacher í fréttatilkynningu frá Mercedes. „Ég naut mín hér í fyrra á braut sem er hröð og flæðandi, ef miðað er við að þetta er götubraut. Ég hlakka til að keppa þar. Auðvitað vonumst við til að geta gert góða hluti og sýnt styrkleika og reynslu, áður en við förum á heimavelli okkar í Englandi og Þýskalandi." Landi Schumachers frá Þýskalandi, Rosberg segir einbeitingu mikilvæga í Valencia. „Brautin er blanda alvöru brautar og götubrautar, þannig að veggirnir eru nálægy bílunum og maður verður að einbeita sér í öllum 25 beygjunum. Ég nýt þess að keyra þar og þetta er stórt mót í nokkuð svalri borg", sagði Rosberg sem hitti samstarfsmenn sína í bækistöð Mercedes Formúu 1 liðsins í Englandi í síðustu viku. „Við vinnum að því að ná betri árangri í Valencia en í Kanada og ég er nokkuð bjartsýnn á að við getum látið það gerast", sagði Rosberg. Formúla Íþróttir Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Fótbolti Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Formúlu 1 ökumaðurinn Michel Schumacher hjá Mercedes keppir ásamt liðsfélaga sínum Nico Rosberg á götubrautinni í Valencia á Spáni á sunnudaginn. Fyrstu æfingar Formúlu 1 keppnisliða eru á brautinni á föstudag og lokaæfingin og tímatakan á laugardag. Schumacher átti góða spretti í síðustu keppni sem var í Montreal í Kanada og var í baráttu um verðlaunasæti um tíma, en tókst þó ekki að krækja í verðlaun en varð í fjórða sæti í mótinu. „Eftir hvetjandi helgi í Kanada er gott að vera kominn aftur til Evrópu á ný, þar sem sumar tímabilið hefst. Valencia setur á svið eitt óvenjulegasta mótið á mótaskránni á götubraut, sem er að mínu mati áhugaverð fyrir ökumenn og áhorfendur", sagði Schumacher í fréttatilkynningu frá Mercedes. „Ég naut mín hér í fyrra á braut sem er hröð og flæðandi, ef miðað er við að þetta er götubraut. Ég hlakka til að keppa þar. Auðvitað vonumst við til að geta gert góða hluti og sýnt styrkleika og reynslu, áður en við förum á heimavelli okkar í Englandi og Þýskalandi." Landi Schumachers frá Þýskalandi, Rosberg segir einbeitingu mikilvæga í Valencia. „Brautin er blanda alvöru brautar og götubrautar, þannig að veggirnir eru nálægy bílunum og maður verður að einbeita sér í öllum 25 beygjunum. Ég nýt þess að keyra þar og þetta er stórt mót í nokkuð svalri borg", sagði Rosberg sem hitti samstarfsmenn sína í bækistöð Mercedes Formúu 1 liðsins í Englandi í síðustu viku. „Við vinnum að því að ná betri árangri í Valencia en í Kanada og ég er nokkuð bjartsýnn á að við getum látið það gerast", sagði Rosberg.
Formúla Íþróttir Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Fótbolti Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira