Columbo stjarnan Peter Falk er látinn, 83 ára að aldri.
Í tilkynningu frá talsmanni fjölskyldu Falk segir að leikarinn, sem þjáðist af Alzheimer, hafi hlotið friðsælan dauðdaga á heimili sínu í Beverly Hills í gærkvöld, 23. júní 2011.
Falk hlaut fjögur Emmy verðlaun og ein Golden Globe verðlaun fyrir frammistöðu sína í hlutverki Columbo en hann var auk þess tvisvar tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í myndunum Murder, Inc. og Pocketful of Miracles.
Þess má til gamans geta að lögreglan í Þýskalandi keypti fyrir stuttu hrægamma, sem notaðir verða við líkleitir á stórum opnum svæðum, og var einn þeirra skírður Columbo í höfuðið á þekktasta hlutverki Falk.
Falk lætur eftir sig eiginkonu og tvær dætur úr fyrra hjónabandi.
Peter Falk látinn
Tengdar fréttir
Þjálfa hrægamm til þess að leita að líkum
Hrægammurinn Sherlock hefur gengið til liðs við þýsku lögregluna. Að því er fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins mun hann vera betri en nokkur hundur eða lögreglumaður í að finna lík á stórum opnum svæðum.