Vettel: Góður dagur fyrir liðið 25. júní 2011 17:46 Mark Webber, Sebastian Vettel og Lewis Hamilton eftir tímatökuna í Valencia í dag. AP mynd: Alberto Saiz Sebastian Vettel tryggði sér fremsta stað á ráslínu fyrir Formúlu 1 mótið í Valencia á morgun í dag í tímatökum. Þetta er í sjöunda skipti sem Vettel verður fremstur á ráslínu á þessu ári, en hann er efstur í stigamóti ökumanna eftir sjö mót. „Í heildina litið var þetta góður dagur fyrir liðið, en þetta verður löng keppni á morun og mótið tekur á. Brautin er erfið, og það eru 25 beygjur í hverjum hring og erfitt að ná þeim öllum eins og best verður á kosið og ná fullkomnum hring", sagði Vettel á fundi með fréttamönnum í dag. Hann kvaðst ánægður með fyrsta sprettinn í lokaumferð tímatökunnar þar sem hann tryggði sér í raun besta tíma. Mark Webber liðsfélagi Vettel hjá Red Bull nældi í annað sætið í lok tímatökunnar og varð á undan Lewis Hamilton á McLaren og Fernando Alonso á Ferrari. Red Bull er því með tvo fremstu ökumennina í fremstu röð á ráslínu í þriðja skipti á árinu. „Ég er ánægður og Mark með seinni tilraun sína. Þannig að þetta eru góð úrslit og góður staður að vera á í ræsingunni á morgun. Við sjáum hvað við getum gert", sagði Vettel. Bein útsending verður frá Formúlu 1 mótinu í Valencia á Stöð 2 Sport kl. 11.30 á morgun. Útsendingin verður í opinni dagskrá. Formúla Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Sebastian Vettel tryggði sér fremsta stað á ráslínu fyrir Formúlu 1 mótið í Valencia á morgun í dag í tímatökum. Þetta er í sjöunda skipti sem Vettel verður fremstur á ráslínu á þessu ári, en hann er efstur í stigamóti ökumanna eftir sjö mót. „Í heildina litið var þetta góður dagur fyrir liðið, en þetta verður löng keppni á morun og mótið tekur á. Brautin er erfið, og það eru 25 beygjur í hverjum hring og erfitt að ná þeim öllum eins og best verður á kosið og ná fullkomnum hring", sagði Vettel á fundi með fréttamönnum í dag. Hann kvaðst ánægður með fyrsta sprettinn í lokaumferð tímatökunnar þar sem hann tryggði sér í raun besta tíma. Mark Webber liðsfélagi Vettel hjá Red Bull nældi í annað sætið í lok tímatökunnar og varð á undan Lewis Hamilton á McLaren og Fernando Alonso á Ferrari. Red Bull er því með tvo fremstu ökumennina í fremstu röð á ráslínu í þriðja skipti á árinu. „Ég er ánægður og Mark með seinni tilraun sína. Þannig að þetta eru góð úrslit og góður staður að vera á í ræsingunni á morgun. Við sjáum hvað við getum gert", sagði Vettel. Bein útsending verður frá Formúlu 1 mótinu í Valencia á Stöð 2 Sport kl. 11.30 á morgun. Útsendingin verður í opinni dagskrá.
Formúla Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira