Vettel: Góður dagur fyrir liðið 25. júní 2011 17:46 Mark Webber, Sebastian Vettel og Lewis Hamilton eftir tímatökuna í Valencia í dag. AP mynd: Alberto Saiz Sebastian Vettel tryggði sér fremsta stað á ráslínu fyrir Formúlu 1 mótið í Valencia á morgun í dag í tímatökum. Þetta er í sjöunda skipti sem Vettel verður fremstur á ráslínu á þessu ári, en hann er efstur í stigamóti ökumanna eftir sjö mót. „Í heildina litið var þetta góður dagur fyrir liðið, en þetta verður löng keppni á morun og mótið tekur á. Brautin er erfið, og það eru 25 beygjur í hverjum hring og erfitt að ná þeim öllum eins og best verður á kosið og ná fullkomnum hring", sagði Vettel á fundi með fréttamönnum í dag. Hann kvaðst ánægður með fyrsta sprettinn í lokaumferð tímatökunnar þar sem hann tryggði sér í raun besta tíma. Mark Webber liðsfélagi Vettel hjá Red Bull nældi í annað sætið í lok tímatökunnar og varð á undan Lewis Hamilton á McLaren og Fernando Alonso á Ferrari. Red Bull er því með tvo fremstu ökumennina í fremstu röð á ráslínu í þriðja skipti á árinu. „Ég er ánægður og Mark með seinni tilraun sína. Þannig að þetta eru góð úrslit og góður staður að vera á í ræsingunni á morgun. Við sjáum hvað við getum gert", sagði Vettel. Bein útsending verður frá Formúlu 1 mótinu í Valencia á Stöð 2 Sport kl. 11.30 á morgun. Útsendingin verður í opinni dagskrá. Formúla Íþróttir Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fótbolti Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Sebastian Vettel tryggði sér fremsta stað á ráslínu fyrir Formúlu 1 mótið í Valencia á morgun í dag í tímatökum. Þetta er í sjöunda skipti sem Vettel verður fremstur á ráslínu á þessu ári, en hann er efstur í stigamóti ökumanna eftir sjö mót. „Í heildina litið var þetta góður dagur fyrir liðið, en þetta verður löng keppni á morun og mótið tekur á. Brautin er erfið, og það eru 25 beygjur í hverjum hring og erfitt að ná þeim öllum eins og best verður á kosið og ná fullkomnum hring", sagði Vettel á fundi með fréttamönnum í dag. Hann kvaðst ánægður með fyrsta sprettinn í lokaumferð tímatökunnar þar sem hann tryggði sér í raun besta tíma. Mark Webber liðsfélagi Vettel hjá Red Bull nældi í annað sætið í lok tímatökunnar og varð á undan Lewis Hamilton á McLaren og Fernando Alonso á Ferrari. Red Bull er því með tvo fremstu ökumennina í fremstu röð á ráslínu í þriðja skipti á árinu. „Ég er ánægður og Mark með seinni tilraun sína. Þannig að þetta eru góð úrslit og góður staður að vera á í ræsingunni á morgun. Við sjáum hvað við getum gert", sagði Vettel. Bein útsending verður frá Formúlu 1 mótinu í Valencia á Stöð 2 Sport kl. 11.30 á morgun. Útsendingin verður í opinni dagskrá.
Formúla Íþróttir Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fótbolti Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira