Hætt við mótshald í Barein 10. júní 2011 13:47 Barein búar hafa tekið vel á móti Formúlu 1 köppum og Sebastian Vettel er hér á mótssvæðinu í fyrra. Mynd: Getty Images/Vladimir Rys Mótshaldarar í Barein hafa hætt við að halda Formúlu 1 mót, en FIA tilkynnti í síðustu viku á mót yrði í Barein 30. október. En í frétt á autosport.com í dag segir að mótið muni ekki fara fram samkvæmt tilkynningu frá skipuleggjendum mótins. Upphaflega átti mótið að fara fram 13. mars, en var frestað vegna pólitísks ástands í landinu. Barein mótið var síðan í síðustu viku sett á dagskrá á ný af FIA á dagsetningu sem mót í Indlandi hafði áður verið sett á og átti að færa mótið í Indlandi til 11. desember. Forsvarsmenn keppnisliða kvörtuðu formlega yfir breytingunni, bæði vegna skipulagsmála varðandi ferðir og kostnað og einnig voru menn ósáttir að keppa 11.desember. Zayed R. Alzayani, einn af yfirmönnum á Barein brautinni sagði að í ljósi þess að keppnisliðin væru óánægð með breytingar á mótaskránni þá væri lítils að halda mót sem skapaði vandmál fyrir keppendur. „Barein hefur engan áhuga á að skipuleggja mót sem lengir keppnistímabilið og skemmir fyrir því að ökumenn, lið eða stuðningsmenn njóti Formúlu 1. Við viljum að hlutverk okkar í Formúlu 1 sé byggt á jákvæðni og sé uppbyggilegt sem fyrr. Þess vegna teljum við að það sé íþróttinni fyrir bestu að fylgja því ekki eftir að mótið verði á dagskrá á þessu ári", sagði Alzayani m.a. í fréttatilkynningu. Hann sagðist hlakka til að bjóða mönnum til keppni í Barein á næsta ári og þakkaði þeim sem hafa komið að málinu fyrir stuðning og skilning. Formúla Íþróttir Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fótbolti Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Mótshaldarar í Barein hafa hætt við að halda Formúlu 1 mót, en FIA tilkynnti í síðustu viku á mót yrði í Barein 30. október. En í frétt á autosport.com í dag segir að mótið muni ekki fara fram samkvæmt tilkynningu frá skipuleggjendum mótins. Upphaflega átti mótið að fara fram 13. mars, en var frestað vegna pólitísks ástands í landinu. Barein mótið var síðan í síðustu viku sett á dagskrá á ný af FIA á dagsetningu sem mót í Indlandi hafði áður verið sett á og átti að færa mótið í Indlandi til 11. desember. Forsvarsmenn keppnisliða kvörtuðu formlega yfir breytingunni, bæði vegna skipulagsmála varðandi ferðir og kostnað og einnig voru menn ósáttir að keppa 11.desember. Zayed R. Alzayani, einn af yfirmönnum á Barein brautinni sagði að í ljósi þess að keppnisliðin væru óánægð með breytingar á mótaskránni þá væri lítils að halda mót sem skapaði vandmál fyrir keppendur. „Barein hefur engan áhuga á að skipuleggja mót sem lengir keppnistímabilið og skemmir fyrir því að ökumenn, lið eða stuðningsmenn njóti Formúlu 1. Við viljum að hlutverk okkar í Formúlu 1 sé byggt á jákvæðni og sé uppbyggilegt sem fyrr. Þess vegna teljum við að það sé íþróttinni fyrir bestu að fylgja því ekki eftir að mótið verði á dagskrá á þessu ári", sagði Alzayani m.a. í fréttatilkynningu. Hann sagðist hlakka til að bjóða mönnum til keppni í Barein á næsta ári og þakkaði þeim sem hafa komið að málinu fyrir stuðning og skilning.
Formúla Íþróttir Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fótbolti Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira