Peter Öqvist: Íslenskar skyttur eru í hæsta gæðaflokki Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. júní 2011 18:15 Peter Öqvist var í dag kynntur til leiks sem nýr þjálfari karlaliðs Íslands í körfuknattleik. Landsliðið tekur þátt í Norðurlandamótinu í júlí. Öqvist segir alla leikmennina sem hann vildi fá í hópinn hafa gefið kost á sér. „Já ég fékk alla leikmennina sem ég vildi. Tveir leikmenn verða ekki með um helgina vegna ráðstafana sem þeir voru búnir að gera. Ég ákvað að leyfa það þar sem við vorum nokkuð seinir að ganga frá áætlunum okkar varðandi landsliðið. En ég er ánægður með hópinn. Öqvist segir of snemmt að spá fyrir um möguleika landsliðsins á Norðurlandamótinu í sumar. „Við þurfum að gefa okkur tíma í að byggja upp eitthvað nýtt. Við megum ekki gleyma því að við erum nú þegar einu ári á eftir Svíþjóð í þeirra uppbyggingu. Hún hófst með leik liðsins í undankeppni Evrópumótsins sem fram fer í Litháen 2012. Við erum mörgum árum á eftir Finnum en þeir hafa verið í uppbyggingu í langan tíma. Við verðum að sýna auðmýkt vitandi þetta." Öqvist hefur ákveðin markmið í huga varðandi sumarið. „Það sem ég vil gera í sumar er að vinna með þau auðkenni í sóknarleik og varnarleik sem ég tel að geti skilað liðinu árangri. Við munum vinna að því einn leik í einu og nota sumarið til þess að vaxa sem lið. Hækka gæði körfuboltans. Næsta sumar komum við svo sterkari til leiks með nýjan stíl og ný kerfi." Blaðamaður bað þjálfarann um að meta styrkleika og veikleika íslenska liðsins. „Í fyrsta lagi er menningin góð. Vinnusemi og vinnulag íslenskra körfuknattleiksmanna. Ég er mjög hrifinn af því að menn spili fyrir liðið sem ég myndi segja að einkenni íslenska körfuboltamenn. Það er mikill styrkleiki." „Ég er líka ánægður með hæfileikana í hópnum. Við höfum skyttur í hæsta gæðaflokki, góða leikstjórnendur og framherja. Auðvitað skortir okkur hæð. Við munum finna leið til þess að mæta hávaxnari liðum með liðsvörn og skipulagi." Hægt er að horfa á viðtalið hér að ofan. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Fleiri fréttir Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sjá meira
Peter Öqvist var í dag kynntur til leiks sem nýr þjálfari karlaliðs Íslands í körfuknattleik. Landsliðið tekur þátt í Norðurlandamótinu í júlí. Öqvist segir alla leikmennina sem hann vildi fá í hópinn hafa gefið kost á sér. „Já ég fékk alla leikmennina sem ég vildi. Tveir leikmenn verða ekki með um helgina vegna ráðstafana sem þeir voru búnir að gera. Ég ákvað að leyfa það þar sem við vorum nokkuð seinir að ganga frá áætlunum okkar varðandi landsliðið. En ég er ánægður með hópinn. Öqvist segir of snemmt að spá fyrir um möguleika landsliðsins á Norðurlandamótinu í sumar. „Við þurfum að gefa okkur tíma í að byggja upp eitthvað nýtt. Við megum ekki gleyma því að við erum nú þegar einu ári á eftir Svíþjóð í þeirra uppbyggingu. Hún hófst með leik liðsins í undankeppni Evrópumótsins sem fram fer í Litháen 2012. Við erum mörgum árum á eftir Finnum en þeir hafa verið í uppbyggingu í langan tíma. Við verðum að sýna auðmýkt vitandi þetta." Öqvist hefur ákveðin markmið í huga varðandi sumarið. „Það sem ég vil gera í sumar er að vinna með þau auðkenni í sóknarleik og varnarleik sem ég tel að geti skilað liðinu árangri. Við munum vinna að því einn leik í einu og nota sumarið til þess að vaxa sem lið. Hækka gæði körfuboltans. Næsta sumar komum við svo sterkari til leiks með nýjan stíl og ný kerfi." Blaðamaður bað þjálfarann um að meta styrkleika og veikleika íslenska liðsins. „Í fyrsta lagi er menningin góð. Vinnusemi og vinnulag íslenskra körfuknattleiksmanna. Ég er mjög hrifinn af því að menn spili fyrir liðið sem ég myndi segja að einkenni íslenska körfuboltamenn. Það er mikill styrkleiki." „Ég er líka ánægður með hæfileikana í hópnum. Við höfum skyttur í hæsta gæðaflokki, góða leikstjórnendur og framherja. Auðvitað skortir okkur hæð. Við munum finna leið til þess að mæta hávaxnari liðum með liðsvörn og skipulagi." Hægt er að horfa á viðtalið hér að ofan.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Fleiri fréttir Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sjá meira