Peter Öqvist: Íslenskar skyttur eru í hæsta gæðaflokki Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. júní 2011 18:15 Peter Öqvist var í dag kynntur til leiks sem nýr þjálfari karlaliðs Íslands í körfuknattleik. Landsliðið tekur þátt í Norðurlandamótinu í júlí. Öqvist segir alla leikmennina sem hann vildi fá í hópinn hafa gefið kost á sér. „Já ég fékk alla leikmennina sem ég vildi. Tveir leikmenn verða ekki með um helgina vegna ráðstafana sem þeir voru búnir að gera. Ég ákvað að leyfa það þar sem við vorum nokkuð seinir að ganga frá áætlunum okkar varðandi landsliðið. En ég er ánægður með hópinn. Öqvist segir of snemmt að spá fyrir um möguleika landsliðsins á Norðurlandamótinu í sumar. „Við þurfum að gefa okkur tíma í að byggja upp eitthvað nýtt. Við megum ekki gleyma því að við erum nú þegar einu ári á eftir Svíþjóð í þeirra uppbyggingu. Hún hófst með leik liðsins í undankeppni Evrópumótsins sem fram fer í Litháen 2012. Við erum mörgum árum á eftir Finnum en þeir hafa verið í uppbyggingu í langan tíma. Við verðum að sýna auðmýkt vitandi þetta." Öqvist hefur ákveðin markmið í huga varðandi sumarið. „Það sem ég vil gera í sumar er að vinna með þau auðkenni í sóknarleik og varnarleik sem ég tel að geti skilað liðinu árangri. Við munum vinna að því einn leik í einu og nota sumarið til þess að vaxa sem lið. Hækka gæði körfuboltans. Næsta sumar komum við svo sterkari til leiks með nýjan stíl og ný kerfi." Blaðamaður bað þjálfarann um að meta styrkleika og veikleika íslenska liðsins. „Í fyrsta lagi er menningin góð. Vinnusemi og vinnulag íslenskra körfuknattleiksmanna. Ég er mjög hrifinn af því að menn spili fyrir liðið sem ég myndi segja að einkenni íslenska körfuboltamenn. Það er mikill styrkleiki." „Ég er líka ánægður með hæfileikana í hópnum. Við höfum skyttur í hæsta gæðaflokki, góða leikstjórnendur og framherja. Auðvitað skortir okkur hæð. Við munum finna leið til þess að mæta hávaxnari liðum með liðsvörn og skipulagi." Hægt er að horfa á viðtalið hér að ofan. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Í beinni: Haukar - Njarðvík | Oddaleikur um titilinn Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Njarðvík | Oddaleikur um titilinn Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Sjá meira
Peter Öqvist var í dag kynntur til leiks sem nýr þjálfari karlaliðs Íslands í körfuknattleik. Landsliðið tekur þátt í Norðurlandamótinu í júlí. Öqvist segir alla leikmennina sem hann vildi fá í hópinn hafa gefið kost á sér. „Já ég fékk alla leikmennina sem ég vildi. Tveir leikmenn verða ekki með um helgina vegna ráðstafana sem þeir voru búnir að gera. Ég ákvað að leyfa það þar sem við vorum nokkuð seinir að ganga frá áætlunum okkar varðandi landsliðið. En ég er ánægður með hópinn. Öqvist segir of snemmt að spá fyrir um möguleika landsliðsins á Norðurlandamótinu í sumar. „Við þurfum að gefa okkur tíma í að byggja upp eitthvað nýtt. Við megum ekki gleyma því að við erum nú þegar einu ári á eftir Svíþjóð í þeirra uppbyggingu. Hún hófst með leik liðsins í undankeppni Evrópumótsins sem fram fer í Litháen 2012. Við erum mörgum árum á eftir Finnum en þeir hafa verið í uppbyggingu í langan tíma. Við verðum að sýna auðmýkt vitandi þetta." Öqvist hefur ákveðin markmið í huga varðandi sumarið. „Það sem ég vil gera í sumar er að vinna með þau auðkenni í sóknarleik og varnarleik sem ég tel að geti skilað liðinu árangri. Við munum vinna að því einn leik í einu og nota sumarið til þess að vaxa sem lið. Hækka gæði körfuboltans. Næsta sumar komum við svo sterkari til leiks með nýjan stíl og ný kerfi." Blaðamaður bað þjálfarann um að meta styrkleika og veikleika íslenska liðsins. „Í fyrsta lagi er menningin góð. Vinnusemi og vinnulag íslenskra körfuknattleiksmanna. Ég er mjög hrifinn af því að menn spili fyrir liðið sem ég myndi segja að einkenni íslenska körfuboltamenn. Það er mikill styrkleiki." „Ég er líka ánægður með hæfileikana í hópnum. Við höfum skyttur í hæsta gæðaflokki, góða leikstjórnendur og framherja. Auðvitað skortir okkur hæð. Við munum finna leið til þess að mæta hávaxnari liðum með liðsvörn og skipulagi." Hægt er að horfa á viðtalið hér að ofan.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Í beinni: Haukar - Njarðvík | Oddaleikur um titilinn Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Njarðvík | Oddaleikur um titilinn Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn