Sport

Einar Daði mætir Seberle í Tékklandi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Einar Daði ásamt Þráni Hasteinssyni þjálfara sínum
Einar Daði ásamt Þráni Hasteinssyni þjálfara sínum Mynd/Heimasíða ÍR
Tugþrautarmaðurinn Einar Daði Lárusson úr ÍR keppir á miðvikudag og fimmtudag á sterku fjölþrautarmóti í Kladno í Tékklandi. Þetta er í fyrsta sinn sem Einar Daði, sem er á 21. aldursári, keppir í tugþraut í karlaflokki.

Einar Daði verður meðal 30 keppenda í Tékklandi og þar af eiga 13 keppendur yfir 8000 stig í tugþraut á afreksskrá sinni. Heimsmethafinn og heimamaðurinn Roman Seberle verður meðal keppenda.

Einar Daði náði 2. sæti í unglingaflokki á þessu sama móti fyrir árið 2009. Þá setti hann íslenskt unglingamet 7394 stig sem skilaði honum í 14. sæti í heiminum í tugþraut unglinga 19 ára og yngri.

Yfirþjálfari Einars Daða er Þráinn Hafsteinsson sem er með honum í för.

Keppni í tugþraut hefst á hádegi á miðvikudag og lýkur á fimmtudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×