Engin uppgjöf hjá Alonso 15. júní 2011 14:33 Fernando Alonso eftir að hann féll úr leik í Kanada á sunnudaginn. AP PHOTO: The Canadian Press Fernando Alonso hjá Ferrari hefur ekki gefist upp á titilbaráttunni í Formúlu 1 þó hann sé orðinn 92 stigum á eftir Sebastian Vettel hjá Red Bull í stigakeppni ökumenna. Alonso féll úr leik í kanadíska kappakstrinum í Montreal á sunnudaginn, eftir samstuð við Jenson Button hjá McLaren sem vann mótið. Tólf Formúlu 1 mót eru enn eftir á árinu og Alonso segir í frétt á autosport.com að möguleikar á ná titilinum séu enn til staðar þegar tölfræðin sé skoðuð og keppinautar hans geti fallið úr leik. Vettel er með 161 stig í stigakeppni ökumanna, Button 101, Mark Webber hjá Red Bull 94, Lewis Hamilton hjá McLaren 85 og Alonso 69. Alonso benti á að í fyrra hefði Hamilton fallið úr leik á Monza brautinni og í Singapúr, þegar hann var í titilslagnum það árið. „Ef maður vinnur tvö mót og Vettel fellur úr leik, þá minnkar bilið mikið. En það er rét að þetta er ekki í okkar höndum, þannig að við verðum að einbeita okkur mót frá móti. Komst á verðlaunapall og reyna vinna einhver mót", sagði Alonso. „Þetta er undir þeim komið (Red Bull liðinu) að gera mistök, ef það gerist ekki, þá eru þeir í góðri stöðu í stigamótinu", sagði Alonso. Auk þess sem Vettel hjá Red Bull er fyrstur í stigakeppni ökumanna, þá er Red Bull efst í stigakeppni bílasmiða með 255 stig, McLaren er með 186 og Ferrari 101. Formúla Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Fernando Alonso hjá Ferrari hefur ekki gefist upp á titilbaráttunni í Formúlu 1 þó hann sé orðinn 92 stigum á eftir Sebastian Vettel hjá Red Bull í stigakeppni ökumenna. Alonso féll úr leik í kanadíska kappakstrinum í Montreal á sunnudaginn, eftir samstuð við Jenson Button hjá McLaren sem vann mótið. Tólf Formúlu 1 mót eru enn eftir á árinu og Alonso segir í frétt á autosport.com að möguleikar á ná titilinum séu enn til staðar þegar tölfræðin sé skoðuð og keppinautar hans geti fallið úr leik. Vettel er með 161 stig í stigakeppni ökumanna, Button 101, Mark Webber hjá Red Bull 94, Lewis Hamilton hjá McLaren 85 og Alonso 69. Alonso benti á að í fyrra hefði Hamilton fallið úr leik á Monza brautinni og í Singapúr, þegar hann var í titilslagnum það árið. „Ef maður vinnur tvö mót og Vettel fellur úr leik, þá minnkar bilið mikið. En það er rét að þetta er ekki í okkar höndum, þannig að við verðum að einbeita okkur mót frá móti. Komst á verðlaunapall og reyna vinna einhver mót", sagði Alonso. „Þetta er undir þeim komið (Red Bull liðinu) að gera mistök, ef það gerist ekki, þá eru þeir í góðri stöðu í stigamótinu", sagði Alonso. Auk þess sem Vettel hjá Red Bull er fyrstur í stigakeppni ökumanna, þá er Red Bull efst í stigakeppni bílasmiða með 255 stig, McLaren er með 186 og Ferrari 101.
Formúla Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira