Ísland í fimmta sæti að loknum fyrsta degi - Kristinn bætti sig Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. júní 2011 16:30 Ásdís Hjálmsdóttir sigraði í spjótkasti í dag Mynd/Heimasíða ÍR Ísland er í 5. sæti að loknum fyrri degi í 3. deild Evrópubikarkeppninnar í frjálsum íþróttum. Ísland hefur hlotið 215,5 stig en Ísrael leiðir keppnina með 254 stig. Hér að neðan má sjá yfirlit yfir árangur íslensku keppendanna á mótinu í dag. Kristinn Torfason lenti í öðru sæti í langstökki með stökki upp á 7,78 metra sem um leið er lengsta sökk Kristins á ferlinum. Vardan Pahlevanyan stökk lengst 7,90 metra. Kári Steinn Karlsson náði þriðja sæti í 5000 metra hlaupi. Kári hljóp á tímanum 14:29,49. Hann var tæpum 25 sekúndum á eftir Moeges Tesseme frá Ísrael sem varð fyrstur. Fyrr í dag sigraði Ásdís Hjálmsdóttir í spjótkasti. Þá náðu Björgvin Víkingsson, Bergur Ingi Pétursson, Fjóla Signý Hannesdóttir og Óðinn Björn Þorsteinsson þriðja sæti í sínum greinum. Enn hafa ekki borist staðfest úrslit úr boðhlaupum í karla- og kvennaflokki. Hægt er að sjá öll úrslit dagsins með því að smella hér. Árangur íslensku keppendanna má sjá í samantekt hér að neðan. Árangur íslensku keppendanna á laugardeginumÁsdís Hjálmsdóttir sigraði í spjótkasti kvenna í Evrópubikarnum á Laugardalsvelli. Sigurkast Ásdísar var 55,18 metrar og hafði hún nokkra yfirburði. Kristinn Torfason lenti í öðru sæti í hástökki með stökki upp á 7,78 metra sem um leið er lengsta sökk Kristins á ferlinum. Vardan Pahlevanyan stökk lengst 7,90 metra. Kári Steinn Karlsson náði þriðja sæti í 5000 metra hlaupi. Kári hljóp á tímanum 14:29,49. Hann var tæpum 25 sekúndum á eftir Moeges Tesseme frá Ísrael sem varð fyrstur. Björgvin Víkingsson varð í þriðja sæti af í 400 metra grindahlaupi karla. Björgvin hljóp á 52,96 sekúndum. Sigurvegari varð Ibrahim Ahmadov frá Aserbaídsjan á 52,31 sekúndum. Bergur Ingi Pétursson varð þriðji í sleggjukasti. Bergur Ingi kastaði 66,79 metra í þriðja kasti sínu. Dzmitry Marshin frá Aserbaídsjan kastaði lengst, 71,10 metra. Keppni í sleggjukasti fór fram í Kaplakrika þar sem kasthringurinn á Laugardalsvelli uppfyllti ekki öryggiskröfur. Fjóla Signý Hannesdóttir varð þriðja sæti í 400 metra hlaupi kvenna. Fjóla hljóp á 57,52 sekúndum. Sigurvegari varð Amalia Sharyoan frá Armeníu á tímanum 54,98 sekúndum. Stefanía Valdimarsdóttir varð í fimmta sæti í 400 metra grindahlaupi kvenna. Stefanía hljóp á 63,31 sekúndum. Amalia Sharoyan frá Armeníu sigraði á 60,40 sekúndum. Arndís Ýr Hafþórsdóttir lenti í 9. sæti í 3000 metra hlaupi kvenna. Arndís hljóp á 10:22,85 en Sladjana Perunovic frá Svartfjallalandi sigraði á 09:34,24. Ragnheiður Anna Þórsdóttir lenti í 8. sæti í kringlukasti kvenna. Hún kastaði 38,29 metra. Sigurkast Nataliu Artic frá Moldóvíu var 51,21 metra langt. Hreinn Heiðar Jóhannsson varð í níunda sæti í hástökki karla. Hreinn stökk 1,95 metra en sigurvegarinn Dmitriy Kroyter stökk 2,18 metra. Ólafur Konráð Albertsson varð áttundi í 1500 metra hlaupi karla. Ólafur hljóp á 03:57,65 og var rúmum sjö sekúndum á eftir Ion Luchianov frá Moldóvu sem sigraði. Trausti Stefánsson lenti í fimmta sæti í 400 metra hlaupi karla. Trausti hljóp á 49,15 sekúndum en sigurvegarinn Hakim Ibrahimov frá Aserbaídsjan hljóp á 47,76 sekúndum. Óðinn Björn Þorsteinsson lenti í þriðja sæti í kúluvarpi karla. Óðinn kastaði 18.75 metra sem er nokkuð frá hans besta. Ivan Emilianov frá Moldavíu kastaði lengst, 19,41 metra. Dóróthea Jóhannesdóttir lenti í áttunda sæti í þrístökki kvenna. Dóróthea stökk 11,40 metra en sigurvegari varð Tatiana Cicanci frá Moldóvíu með 11,98 metra stökk. María Kristín Gröndal varð í sjöunda sæti í 3000 metra hindrunarhlaupi kvenna. María hljóp á tímanum 11:54,90 en Gezashign Safarova frá Aserbaídsjan var fljótust á 10:01,49. Hrafnhild Eir Hermóðsdóttir varð í fimmta sæti í 100 metra hlaupi kvenna á tímanum 12,10 sekúndum. Hún var nálægt sínum besta tíma 12,09 sekúndum frá því á Smáþjóðaleikunum í Liechtenstein. Ramona Papaioannou frá Kýpur varð fyrst á 11,88 sekúndum. Þá varð Sveinn Elías Elíasson í áttunda sæti í 100 metra hlaupi karla á tímanum 10,94 sekúndum. Sigurvegari varð Ruslan Abbasov frá Aserbaídsjan á 10,22 sekúndum. Arna Ýr Jónsdóttir varð í sjötta sæti í stangarstökki kvenna. Hún stökk 3,00 metra en hún á best 3,20. Björg Gunnarsdóttir varð í 7. sæti í 800 metra hlaupi kvenna. Björg hljóp á tímanum 02:17,64. Elena Popescu frá Moldóvu hljóp hraðast á 02:10,09. Innlendar Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Enski boltinn Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sjá meira
Ísland er í 5. sæti að loknum fyrri degi í 3. deild Evrópubikarkeppninnar í frjálsum íþróttum. Ísland hefur hlotið 215,5 stig en Ísrael leiðir keppnina með 254 stig. Hér að neðan má sjá yfirlit yfir árangur íslensku keppendanna á mótinu í dag. Kristinn Torfason lenti í öðru sæti í langstökki með stökki upp á 7,78 metra sem um leið er lengsta sökk Kristins á ferlinum. Vardan Pahlevanyan stökk lengst 7,90 metra. Kári Steinn Karlsson náði þriðja sæti í 5000 metra hlaupi. Kári hljóp á tímanum 14:29,49. Hann var tæpum 25 sekúndum á eftir Moeges Tesseme frá Ísrael sem varð fyrstur. Fyrr í dag sigraði Ásdís Hjálmsdóttir í spjótkasti. Þá náðu Björgvin Víkingsson, Bergur Ingi Pétursson, Fjóla Signý Hannesdóttir og Óðinn Björn Þorsteinsson þriðja sæti í sínum greinum. Enn hafa ekki borist staðfest úrslit úr boðhlaupum í karla- og kvennaflokki. Hægt er að sjá öll úrslit dagsins með því að smella hér. Árangur íslensku keppendanna má sjá í samantekt hér að neðan. Árangur íslensku keppendanna á laugardeginumÁsdís Hjálmsdóttir sigraði í spjótkasti kvenna í Evrópubikarnum á Laugardalsvelli. Sigurkast Ásdísar var 55,18 metrar og hafði hún nokkra yfirburði. Kristinn Torfason lenti í öðru sæti í hástökki með stökki upp á 7,78 metra sem um leið er lengsta sökk Kristins á ferlinum. Vardan Pahlevanyan stökk lengst 7,90 metra. Kári Steinn Karlsson náði þriðja sæti í 5000 metra hlaupi. Kári hljóp á tímanum 14:29,49. Hann var tæpum 25 sekúndum á eftir Moeges Tesseme frá Ísrael sem varð fyrstur. Björgvin Víkingsson varð í þriðja sæti af í 400 metra grindahlaupi karla. Björgvin hljóp á 52,96 sekúndum. Sigurvegari varð Ibrahim Ahmadov frá Aserbaídsjan á 52,31 sekúndum. Bergur Ingi Pétursson varð þriðji í sleggjukasti. Bergur Ingi kastaði 66,79 metra í þriðja kasti sínu. Dzmitry Marshin frá Aserbaídsjan kastaði lengst, 71,10 metra. Keppni í sleggjukasti fór fram í Kaplakrika þar sem kasthringurinn á Laugardalsvelli uppfyllti ekki öryggiskröfur. Fjóla Signý Hannesdóttir varð þriðja sæti í 400 metra hlaupi kvenna. Fjóla hljóp á 57,52 sekúndum. Sigurvegari varð Amalia Sharyoan frá Armeníu á tímanum 54,98 sekúndum. Stefanía Valdimarsdóttir varð í fimmta sæti í 400 metra grindahlaupi kvenna. Stefanía hljóp á 63,31 sekúndum. Amalia Sharoyan frá Armeníu sigraði á 60,40 sekúndum. Arndís Ýr Hafþórsdóttir lenti í 9. sæti í 3000 metra hlaupi kvenna. Arndís hljóp á 10:22,85 en Sladjana Perunovic frá Svartfjallalandi sigraði á 09:34,24. Ragnheiður Anna Þórsdóttir lenti í 8. sæti í kringlukasti kvenna. Hún kastaði 38,29 metra. Sigurkast Nataliu Artic frá Moldóvíu var 51,21 metra langt. Hreinn Heiðar Jóhannsson varð í níunda sæti í hástökki karla. Hreinn stökk 1,95 metra en sigurvegarinn Dmitriy Kroyter stökk 2,18 metra. Ólafur Konráð Albertsson varð áttundi í 1500 metra hlaupi karla. Ólafur hljóp á 03:57,65 og var rúmum sjö sekúndum á eftir Ion Luchianov frá Moldóvu sem sigraði. Trausti Stefánsson lenti í fimmta sæti í 400 metra hlaupi karla. Trausti hljóp á 49,15 sekúndum en sigurvegarinn Hakim Ibrahimov frá Aserbaídsjan hljóp á 47,76 sekúndum. Óðinn Björn Þorsteinsson lenti í þriðja sæti í kúluvarpi karla. Óðinn kastaði 18.75 metra sem er nokkuð frá hans besta. Ivan Emilianov frá Moldavíu kastaði lengst, 19,41 metra. Dóróthea Jóhannesdóttir lenti í áttunda sæti í þrístökki kvenna. Dóróthea stökk 11,40 metra en sigurvegari varð Tatiana Cicanci frá Moldóvíu með 11,98 metra stökk. María Kristín Gröndal varð í sjöunda sæti í 3000 metra hindrunarhlaupi kvenna. María hljóp á tímanum 11:54,90 en Gezashign Safarova frá Aserbaídsjan var fljótust á 10:01,49. Hrafnhild Eir Hermóðsdóttir varð í fimmta sæti í 100 metra hlaupi kvenna á tímanum 12,10 sekúndum. Hún var nálægt sínum besta tíma 12,09 sekúndum frá því á Smáþjóðaleikunum í Liechtenstein. Ramona Papaioannou frá Kýpur varð fyrst á 11,88 sekúndum. Þá varð Sveinn Elías Elíasson í áttunda sæti í 100 metra hlaupi karla á tímanum 10,94 sekúndum. Sigurvegari varð Ruslan Abbasov frá Aserbaídsjan á 10,22 sekúndum. Arna Ýr Jónsdóttir varð í sjötta sæti í stangarstökki kvenna. Hún stökk 3,00 metra en hún á best 3,20. Björg Gunnarsdóttir varð í 7. sæti í 800 metra hlaupi kvenna. Björg hljóp á tímanum 02:17,64. Elena Popescu frá Moldóvu hljóp hraðast á 02:10,09.
Innlendar Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Enski boltinn Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sjá meira