Sport

Bjarki Gíslason þriðji í stangarstökki - Ísland í fjórða sæti

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Bjarki stóð sig vel í stangarstökki
Bjarki stóð sig vel í stangarstökki Mynd/Heimasíða UMFÍ
Bjarki Gíslason varð í þriðja sæti í stangarstökki á Evrópubikarnum í frjálsum íþróttum. Síðari keppnisdagur stendur yfir. Bjarki stökk 4,80 metra en sigurstökk Ísraelans Yevgeniy Olkhovskiy var 5,05 metrar.

Ísland er í fjórða sæti að loknum fjórum greinum á öðrum keppnisdegi. Kýpur, Moldóva og Ísrael virðast vera að stinga af í baráttunni um tvö sæti í 2. deild.

Fjóla Signý Hannesdóttir varð í fjórða sæti í 100 metra grindarhlaupi kvenna. Fjóla Signý hljóp á 14,93 sekúndum. Dimitra Arachoviti frá Kýpur sigraði á 13,77 sekúndum.

Sandra Pétursdóttir lenti í fimmta sæti í sleggjukasti kvenna. Sandra kastaði sleggjunni 49,70 metra en hún á best 54,19 metra. Marina Marghiev frá Moldavíu sigraði með kasti upp á 67,41 metra.

Þá varð Sigurbjörn Árni Arngrímsson í 13. sæti í 110 metra grindarhlaupi karla. Upphaflega átti Einar Daði Lárusson tugþrautarkappi að hlaupa en hann treysti sér ekki í hlaupið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×