Sport

Arna Stefanía fékk brons á Norðurlandameistaramóti unglinga

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Arna Stefanía á framtíðina fyrir sér
Arna Stefanía á framtíðina fyrir sér Mynd/Helgi Björnsson
Arna Stefanía náði 3. sæti í sjöþraut á Norðulandameistaramóti unglinga í Sapoo í Finnlandi sem lauk í dag. Hún fékk 5337 stig og bætti sinn besta árangur um 309 stig.

Sofia Linde frá Svíþjóð sigraði en hún hlaut 5472 stig. Í öðru sæti varð landi hennar Elise Malmberg með 5467 stig.

Árangur Örnu Stefaníu:

100 metra grindarhlaup: 15,29 sekúndur - bæting

Hástökk: 1,64 metrar - jöfnun á besta árangri í þraut

Kúluvarp: 10,40 metrar - bæting

200 metra hlaup: 25,18 sekúndur - bæting utanhúss

Langstökk: 5,73 metrar - bæting

800 metra hlaup: 2:15,37 mínútur

Spjótkast: 40,06 metrar - bæting

Fjórir aðrir Íslendingar kepptu í Finnlandi.

Sveinbjörg Zophoniasdóttir úr USÚ varð í 6. sæti í sjöþraut flokki stúlkna 20 ára og yngri með 4963 stig.

María Rún Gunnlaugsdóttir úr Ármanni varð í 7. sæti í sama flokki með 4834 stig.

Ingi Rúnar Kristinsson úr Breiðablik varð í 6. sæti í tugþraut í flokki pilta 20 ára og yngri með 6257 stig.

Sindri Hrafn Guðmundsson úr Breiðablik varð einnig í 6. sæti í flokki pilta 18 ára og yngri með 5555 stig.

Upplýsingar um árangur keppendanna fengust á heimasíðu frjálsíþróttadeildar ÍR.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×