Sport

Bann frá ólympíuleikum til endurskoðunar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
LaShawn Merritt fagnar gulli sínu í Peking 2008
LaShawn Merritt fagnar gulli sínu í Peking 2008 Mynd/Getty Images
Alþjóða dómstóll íþróttamála (CAS) skoðar nú hvort regla 45 í lögum alþjóða ólympíunefndarinnar séu í lagi. Samkvæmt þeim mega íþróttamenn sem hljóta 6 mánaða keppnisbann eða meir vegna ólöglegrar lyfjanoktunar ekki taka þátt á næstu ólympíuleikum.

Ólympíunefnd Bandaríkjanna hefur mótmælt reglunni sem hún segir refsa íþróttamönnum sem hafa þegar tekið út sína refsingu. Alþjóða ólympíunefndin segist hafa fullan rétt á að setja skilmála á þátttöku íþróttafólks á ólympíuleikum.

Alþjóða dómstóllinn sem hefur það hlutverk að leysa úr ágreiningsmálum innan íþróttahreyfingarinnar hefur málið til skoðunar. Niðurstöðu er að vænta innan fjögurra mánaða.

Meðal íþróttamanna sem reglan hefur áhrif á er LaShawn Merritt núverandi ólympíumeistari í 400 metra hlaupi. Merritt var dæmdur í 21 mánaða fyrir notkun á ólöglegum lyfjum en banninu lýkur í júlí. Eins og staðan er hefur hann ekki möguleika á að verja titil sinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×