Hamilton bað dómara afsökunar á lélegum brandara um dómgæsluna 31. maí 2011 19:46 Jenson Button, Jessica Mishibata og Lewis Hamilton í Mónakó. Mynd: Getty Images/Paul Gilham Formúlu 1 ökumaðurinn Lewis Hamilton fór á fund dómara mótsins í Mónakó á sunnudaginn, eftir að hann hafði látið móðan mása við BBC og sagt dóm þeirra á akstursmáta hans brandara. Han gaf í skyn á kaldhæðin hátt að hann hefði verið dæmdur hart vegna þess að hann er blökkumaður. Hamilton var dæmdur fyrir að aka á Felipe Massa og Pastor Maldonado í mótinu, en hann var að reyna vinna sig upp listann, eftir slakan árangur í tímatökum. Eftir keppnina fór Hamilton í viðtal hjá BBC, samkvæmt frétt á autosport.com. Þar sagði hann að dómarnir gegn honum væru brandari og þegar hann var spurður hverju þetta sætti að hann hefði verið dæmdur svaraði Hamilton: "Kannski af því að ég er blökkumaður. Það segir Ali G. Ég veit ekki", var svar Hamilton. McLaren liðið tilkynnti síðar að Hamilton hefði farið á fund dómara og beðið afsökunar á ummælum sínum. Hann ræddi síðan við bresku pressuna og sagði að hann teldi að dómarar hefðu skilið að ummælin um Ali G. hefðu verið meint sem brandari. "Þetta var brandari, sem var ekki fyndinn. Ég gerði dómurum grein fyrir að ég hefði verið tilfinningaríkur þegar ég sagði þetta. Það er háspenna eftir svona mót og maður lætur ekki alltaf rétt orð falla", sagði Hamilton. "Við höfum friðmælst. Þeir meðtóku útskýringu mína og skildu. Við kvöddumst með handabandi. Þeir söguðu að þetta hefði verið erfið helgi og líta ætti fram veginn og óskuðu mér góðs gengis á árinu." "Dómararnir sögðu að þeir myndu útskýra fyrir öðrum meðlimum FIA og þeir myndu útskýra fyrir þeim sem hefðu misskilið ummælin. Svo er hitt hvort ég hefði átt að segja þetta. Ég var að reyna að vera fyndin, en þetta var ekki fyndið. Stundum misstígur maður sig og móðgar fólk", sagði Hamilton. Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Handbolti Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Sjá meira
Formúlu 1 ökumaðurinn Lewis Hamilton fór á fund dómara mótsins í Mónakó á sunnudaginn, eftir að hann hafði látið móðan mása við BBC og sagt dóm þeirra á akstursmáta hans brandara. Han gaf í skyn á kaldhæðin hátt að hann hefði verið dæmdur hart vegna þess að hann er blökkumaður. Hamilton var dæmdur fyrir að aka á Felipe Massa og Pastor Maldonado í mótinu, en hann var að reyna vinna sig upp listann, eftir slakan árangur í tímatökum. Eftir keppnina fór Hamilton í viðtal hjá BBC, samkvæmt frétt á autosport.com. Þar sagði hann að dómarnir gegn honum væru brandari og þegar hann var spurður hverju þetta sætti að hann hefði verið dæmdur svaraði Hamilton: "Kannski af því að ég er blökkumaður. Það segir Ali G. Ég veit ekki", var svar Hamilton. McLaren liðið tilkynnti síðar að Hamilton hefði farið á fund dómara og beðið afsökunar á ummælum sínum. Hann ræddi síðan við bresku pressuna og sagði að hann teldi að dómarar hefðu skilið að ummælin um Ali G. hefðu verið meint sem brandari. "Þetta var brandari, sem var ekki fyndinn. Ég gerði dómurum grein fyrir að ég hefði verið tilfinningaríkur þegar ég sagði þetta. Það er háspenna eftir svona mót og maður lætur ekki alltaf rétt orð falla", sagði Hamilton. "Við höfum friðmælst. Þeir meðtóku útskýringu mína og skildu. Við kvöddumst með handabandi. Þeir söguðu að þetta hefði verið erfið helgi og líta ætti fram veginn og óskuðu mér góðs gengis á árinu." "Dómararnir sögðu að þeir myndu útskýra fyrir öðrum meðlimum FIA og þeir myndu útskýra fyrir þeim sem hefðu misskilið ummælin. Svo er hitt hvort ég hefði átt að segja þetta. Ég var að reyna að vera fyndin, en þetta var ekki fyndið. Stundum misstígur maður sig og móðgar fólk", sagði Hamilton.
Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Handbolti Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Sjá meira