Vettel ánægður eftir erfiðan dag 22. maí 2011 18:51 Silfurverðlaunahafinn Lewis Hamilton hjá McLaren, Peter Prodromou einn af yfirmönnunum hjá Red Bull, Sebastian Vettel, sigurvegarinn í dag með Red Bull og Jenson Button hjá McLaren, sem varð þriðji í dag á verðlaunapallinum á Katalóníu brautinni. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Sebastian Vettel vann sinn fjórða sigur í Formúlu 1 ár þessu keppnistímabili í dag, eftir harða keppni við Lewis Hamilton á McLaren allt til loka mótsins á Katalóníu brautinni á Spáni. Munaði aðeins 0.630 úr sekúndu á þeim í endamarkinu. Heimamaðurinn Fernando Alonso náði þó forystu í mótinu, eftir að hafa stokkið úr fjórða sæti í það fyrsta fyrir fyrstu beygju, eftir ræsinguna. „Þetta var nokkuð erfitt í dag. Í upphafi mótsins taldi ég að ég hefði náð að ræsa vel af stað. Ég skil ekki hvaðan Fernando kom! Hann ræsti af stað á eftir mér, 16 metrum á eftir og hann var orðinn samhliða mér hálfa leið að fyrstu beygju. Hann komst inn fyrir Mark, ég fór að utanverðu og Alonso var kominn í fyrsta sæti í fyrstu beygju", sagði Vettel um upphaf mótsins í dag. Baráttan um sigur á Katalóníu brautinni þróaðist út í slag á milli Lewis Hamilton og Vettel, eftir að Alonso hafði tekið þjónustuhlé í tuttugasta hring. En Vettel komst í forystuhlutverkið í 24 hring, þegar hann og Hamilton höfðu báðir tekið 2 þjónustuhlé, en þeir tóku í heildina 4 þjónustuhlé hvor í keppninnni. „Allir vildu nota mjúku dekkin í upphafi og helmingur mótsins var á hörðu dekkjunum. McLaren menn virtust mjög sterkir og voru með aðra keppnisáætlun, sem færðu þeim annað sætið á eftir okkur." „Eftir það vissi ég að þetta yrði mjög, mjög jafnt og í síðustu 10 hringjunum leið mér eins og í mótinu í Kína. Ég var að missa dekkjagrip og bað þess að það sama væri að gerast hjá Lewis, því hann virtist vera að ná mér. Þeir virtust fljótari, sérstaklega á síðasta tímatökusvæðinu. Í lok beina kaflans var hann í speglunum hjá mér og ég vissi ekki hvort ég átti að verjast eður ei. Þetta var jafnt, en í tveimur síðustu hringjunum náði ég að halda þetta út í tveimur síðustu hringjunum." „Kers-kerfið var af og á, sem þýddi að ég var að spila mikið á að stilla bremsuátakið (á milli fram og afturhjóla). McLaren og þá sérstaklega Lewis var okkur erfiður. Það er léttir að fara yfir endamarkslínuna og vita að þú hefur náð settu marki. Ég er mjög, mjög ánægður. Þetta eru frábær úrslit, og góð staðfesting á að við erum sterkir. En eins og við var að búast er McLaren og Ferrari að gera okkur erfitt fyrir og pressa stíft. Ég er mjög ánægður í dag", sagði Vettel. Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Sebastian Vettel vann sinn fjórða sigur í Formúlu 1 ár þessu keppnistímabili í dag, eftir harða keppni við Lewis Hamilton á McLaren allt til loka mótsins á Katalóníu brautinni á Spáni. Munaði aðeins 0.630 úr sekúndu á þeim í endamarkinu. Heimamaðurinn Fernando Alonso náði þó forystu í mótinu, eftir að hafa stokkið úr fjórða sæti í það fyrsta fyrir fyrstu beygju, eftir ræsinguna. „Þetta var nokkuð erfitt í dag. Í upphafi mótsins taldi ég að ég hefði náð að ræsa vel af stað. Ég skil ekki hvaðan Fernando kom! Hann ræsti af stað á eftir mér, 16 metrum á eftir og hann var orðinn samhliða mér hálfa leið að fyrstu beygju. Hann komst inn fyrir Mark, ég fór að utanverðu og Alonso var kominn í fyrsta sæti í fyrstu beygju", sagði Vettel um upphaf mótsins í dag. Baráttan um sigur á Katalóníu brautinni þróaðist út í slag á milli Lewis Hamilton og Vettel, eftir að Alonso hafði tekið þjónustuhlé í tuttugasta hring. En Vettel komst í forystuhlutverkið í 24 hring, þegar hann og Hamilton höfðu báðir tekið 2 þjónustuhlé, en þeir tóku í heildina 4 þjónustuhlé hvor í keppninnni. „Allir vildu nota mjúku dekkin í upphafi og helmingur mótsins var á hörðu dekkjunum. McLaren menn virtust mjög sterkir og voru með aðra keppnisáætlun, sem færðu þeim annað sætið á eftir okkur." „Eftir það vissi ég að þetta yrði mjög, mjög jafnt og í síðustu 10 hringjunum leið mér eins og í mótinu í Kína. Ég var að missa dekkjagrip og bað þess að það sama væri að gerast hjá Lewis, því hann virtist vera að ná mér. Þeir virtust fljótari, sérstaklega á síðasta tímatökusvæðinu. Í lok beina kaflans var hann í speglunum hjá mér og ég vissi ekki hvort ég átti að verjast eður ei. Þetta var jafnt, en í tveimur síðustu hringjunum náði ég að halda þetta út í tveimur síðustu hringjunum." „Kers-kerfið var af og á, sem þýddi að ég var að spila mikið á að stilla bremsuátakið (á milli fram og afturhjóla). McLaren og þá sérstaklega Lewis var okkur erfiður. Það er léttir að fara yfir endamarkslínuna og vita að þú hefur náð settu marki. Ég er mjög, mjög ánægður. Þetta eru frábær úrslit, og góð staðfesting á að við erum sterkir. En eins og við var að búast er McLaren og Ferrari að gera okkur erfitt fyrir og pressa stíft. Ég er mjög ánægður í dag", sagði Vettel.
Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira