Öskuskýið lengir flugferðir milli Evrópu og Bandaríkjanna 23. maí 2011 08:11 Öskuskýið frá Grímsvötnum hefur þegar truflandi áhrif á flug milli norðurhluta Evrópu og Bandaríkjanna. Þannig segir Mikkel Thrane fjölmiðlafulltrúi SAS að farþegar þeirra sem ætla að fljúga frá Kaupmannahöfn til Bandaríkjanna megi gera ráð fyrir að flugið taki klukkutíma lengur en venjulega. Þetta er sökum þess að flugvélar SAS verða að taka á sig krók suður fyrir öskuskýið. Þetta kemur fram í frétt á börsen.dk um málið. Þar segir að í fyrstu verði áhrifin af gosinu í Grímsvötnum minniháttar í Danmörku og er allt loftrými landsins opið. Dönsk flugmálayfirvöld fylgjast þó grannt með þróun gossins. Þá segir í börsen að ferðamannageirinn í Danmörku hafi áhyggjur af gosinu. Stig Elling forstjóri Star Tours segir að gosið hafi komið á versta hugsanlega tíma. Hann nefnir að nú séu þrefalt fleiri flugvélar á flugi með ferðamenn en var þegar Eyjafjallajökull gaus í fyrra. Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Öskuskýið frá Grímsvötnum hefur þegar truflandi áhrif á flug milli norðurhluta Evrópu og Bandaríkjanna. Þannig segir Mikkel Thrane fjölmiðlafulltrúi SAS að farþegar þeirra sem ætla að fljúga frá Kaupmannahöfn til Bandaríkjanna megi gera ráð fyrir að flugið taki klukkutíma lengur en venjulega. Þetta er sökum þess að flugvélar SAS verða að taka á sig krók suður fyrir öskuskýið. Þetta kemur fram í frétt á börsen.dk um málið. Þar segir að í fyrstu verði áhrifin af gosinu í Grímsvötnum minniháttar í Danmörku og er allt loftrými landsins opið. Dönsk flugmálayfirvöld fylgjast þó grannt með þróun gossins. Þá segir í börsen að ferðamannageirinn í Danmörku hafi áhyggjur af gosinu. Stig Elling forstjóri Star Tours segir að gosið hafi komið á versta hugsanlega tíma. Hann nefnir að nú séu þrefalt fleiri flugvélar á flugi með ferðamenn en var þegar Eyjafjallajökull gaus í fyrra.
Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira