Viðskipti erlent

Kínverjar styðja Lagarde sem forstjóra AGS

Kínverjar styðja Christine Lagarde fjármálaráðherra Frakklands í embætti forstjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS). Þetta segir Francois Baroin talsmaður frönsku stjórnarinnar í samtali við Bloomberg fréttaveituna.

Baroin upplýsti ekki frekar um stuðning Kínverja en segir að ennþá sé óljóst hvern Bandaríkjamenn vilja frá í forstjórastöðuna.

Lagarde hefur stuðning Frakka, Breta og Þjóðverja í forstjórasætið. Hinsvegar hefur fjöldi landa utan Evrópusambandsins sagt að tími sé kominn til að annar en Evrópubúi taki við forstjórasætinu.

Á sama tíma og Baroin var að upplýsa um stuðning Kína kom andstæð yfirlýsing frá Arkady Dvorkovich talsmanni Medvedev Rússlandsforseta. Dvorkovich segir að hin svokölluðu BRIK lönd, það er Brasilía, Rússland, Indland og Kína séu enn að ræða hvern þau ætli sér að styðja sem nýjar forstjóra AGS.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×