Grímuklæddir menn réðust á æsifréttaljósmyndara sem höfðu tekið sér stöðu fyrir utan heimili Ryan Giggs, knattspyrnumanns í Manchester, segja heimldamenn við Sky fréttastofuna. Fréttastöðin hefur eftir heimildarmönnum sínum að ráðist hafi verið á bíla sem tilheyrðu ljósmyndurunum, skorið á dekk og eggjum hent í bílana.
Giggs hefur verið mikið í umræðunni síðustu daga vegna meints framhjáhalds hans og umræðu um friðhelgi einkalífs eftir að opinberlega var greint frá nafni hans í tengslum við þetta mál.