Enski boltinn

Eiður Smári og félagar fá sæti í Evrópudeildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eiður Smári Guðjohnsen í leik með Fulham á móti Birmingham sem verður einnig í Evrópudeildinni
Eiður Smári Guðjohnsen í leik með Fulham á móti Birmingham sem verður einnig í Evrópudeildinni Mynd/AP
Fulham mun fá sæti í Evrópudeildinni á næsta tímabili þökk sé góðri framkomu liðsins inn á vellinum á nýloknu tímabili. England fékk aukasæti í Evrópudeildinni fyrir að koma vel út á prúðmennsku-mælikvarða UEFA og Fulham var prúðasta lið ensku úrvalsdeildarinnar á leiktíðinni af þeim liðum sem höfðu ekki tryggt sér sæti í Evrópukeppni næsta vetur.

Eiður Smári Guðjohnsen var í herbúðum Fulham seinni hluta þessa tímabils og það eru taldar líkur á því að hann geri nýjan samning við liðið. Mark Hughes, stjóri Fulham hefur lýst yfir áhuga á að gera nýjan samning við íslenska landsliðsmanninn, sem átti nokkra góða leiki með liðinu á lokakaflanum.

Fulham þekkir vel til Evrópudeildarinnar en liðið fór alla leið í úrslitaleikinn fyrir ári síðan. Fulham verður í Evrópudeildinni ásamt Tottenham (5. sæti), Birmingham (deildarbikarmeistari) og Stoke (enski bikarinn).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×