Formúla 1

Alonso fljótastur á lokaæfingunni, en Rosberg fékk harðan skell

Vettvangur Formúlu 1 mótsins í Mónakó. Fernando Alonso náði besta tíma í morgun eins og á seinni æfingunni á fimmtudaginn, en myndin var tekin þann daginn.
Vettvangur Formúlu 1 mótsins í Mónakó. Fernando Alonso náði besta tíma í morgun eins og á seinni æfingunni á fimmtudaginn, en myndin var tekin þann daginn. Mynd: Getty Images/Mark Thompson
Fernando Alonso á Ferrari var með besta tíma á lokaæfingu Formúlu 1 liða í Mónakó í dag, en tímatakan fer fram í hádeginu og hefst bein útsending frá henni á Stöð 2 Sport kl. 11.45.

Nico Rosberg hjá Mercedes fékk harðan skell á æfingunni sem fór fram í blíðskaparverði. Bíll hans snerist skyndilega, trúlega þegar afturhjólin læstust við hemlun, þegar hann kom út úr undirgöngunum á brautinni. Bíllinn lenti á varnarvegg og þeyttist eftir brautinni með annað framhjólið danglandi í öryggiskeðjum sem eiga varna því að það losni við óhapp. Rosberg slapp ómeiddur.

Tonio Liuzzi hjá Hispania lenti líka í vanda og snerist utan á varnarvegg í beygju eftir beinasta kafla brautarinnar og bíll hans laskaðist mikið.

Alonso varð 0.563 sekúndum fljótari en Jenson Button hjá McLaren á æfingunni, en Felipe Massa á Ferrari varð 0.591 á eftir. Sigurvegari mótsins í fyrra, Mark Webber á Red Bull náði sjöunda besta tíma.

Tímarnir á æfingunni frá autosport.com.

1.  Fernando Alonso     Ferrari               1m14.433s            18

2. Jenson Button McLaren-Mercedes 1m14.996s + 0.563s 17

3. Felipe Massa Ferrari 1m15.024s + 0.591s 19

4. Sebastian Vettel Red Bull-Renault 1m15.245s + 0.812s 19

5. Michael Schumacher Mercedes 1m15.310s + 0.877s 21

6. Lewis Hamilton McLaren-Mercedes 1m15.386s + 0.953s 14

7. Mark Webber Red Bull-Renault 1m15.529s + 1.096s 19

8. Jaime Alguersuari Toro Rosso-Ferrari 1m16.617s + 2.184s 13

9. Sebastien Buemi Toro Rosso-Ferrari 1m16.736s + 2.303s 15

10. Sergio Perez Sauber-Ferrari 1m16.821s + 2.388s 19

11. Paul di Resta Force India-Mercedes 1m16.990s + 2.557s 20

12. Rubens Barrichello Williams-Cosworth 1m17.196s + 2.763s 13

13. Pastor Maldonado Williams-Cosworth 1m17.333s + 2.900s 17

14. Kamui Kobayashi Sauber-Ferrari 1m17.403s + 2.970s 18

15. Vitaly Petrov Renault 1m17.779s + 3.346s 17

16. Nick Heidfeld Renault 1m17.880s + 3.447s 17

17. Adrian Sutil Force India-Mercedes 1m18.069s + 3.636s 17

18. Heikki Kovalainen Lotus-Renault 1m18.115s + 3.682s 20

19. Timo Glock Virgin-Cosworth 1m18.580s + 4.147s 21

20. Jerome D'Ambrosio Virgin-Cosworth 1m18.808s + 4.375s 21

21. Jarno Trulli Lotus-Renault 1m19.259s + 4.826s 19

22. Tonio Liuzzi HRT-Cosworth 1m20.115s + 5.682s 15

23. Narain Karthikeyan HRT-Cosworth 1m20.278s + 5.845s 16

24. Nico Rosberg Mercedes





Fleiri fréttir

Sjá meira


×