Barcelona fór illa með United á Wembley - vann 3-1 sigur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. maí 2011 18:30 Lionel Messi. MyndAP Barcelona vann öruggan 3-1 sigur á Manchester United í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á Wembley í kvöld. Barcelona-menn sýndu enn á ný að þar fer besta fótboltalið í heimi enda yfirspiluðu þeir Englandsmeistarana stóran hluta leiksins. Pedro Rodríguez, Lionel Messi og David Villa skoruðu mörk Barcelona í leiknum en félagið vann þarna Meistaradeildina í annað skiptið á þremur árum. Messi skoraði einnig í úrslitaleiknum fyrir tveimur árum þegar Barca vann 2-0 sigur á United í úrslitaleik í Róm. Þetta er í fjórða sinn sem Barcelona vinnur Evrópukeppni Meistaraliða og tveir af þessum titlum hafa unnist í úrslitaleik á Wembley því Barca vann 1-0 sigur á Sampdoria í úrslitaleiknum árið 1992. Manchester United átti fyrstu tíu mínútur leiksins en síðan tók Barcelona öll völd á vellinum og fór illa með Manchester-liðið það sem eftir var leiksins. United beit aðeins frá sér eftir þriðja mark Barca en sigurinn var aldrei í hættu. Pep Guardiola, þjálfari Barcelona, hefur þar með unnið tíu titla með liðinu á þremur tímabilum þar Meistaradeildina tvisvar sinnum og spænska meistaratitilinn þrisvar sinnum. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir stöðuna í leiknum og þar má finna helstu atburði hans eins og mörk, gul spjöld, rauð spjöld, byrjunarlið og skiptingar.1-0 á 27. mín: Pedro Rodríguez skorar örugglega úr teignum eftir að hafa fengið frábæra utan fótar sendingu frá Xavi Hernández. Þetta mark lá í loftinu.1-1 á 34. mín: Wayne Roney skorar með frábæru skoti úr teignum eftir þríhyrningsspil við Ryan Giggs. Það var rangstöðulykt af þessu marki en United vann boltann með hápressu eftir innkast Barcelona.1-1 í hálfleik: Manchester United byrjaði leikinn vel en Barelona tók öll völd á vellinum eftir tíu mínútur og hélt þeim út hálfleikinn. Barcelona komst sanngjarnt yfir en United skoraði jöfnunarmarkið nánast upp úr þurru.2-1 á 54. mín: Lionel Messi skorar með skoti fyrir utan teig eftir að hafa fengið tíma til að athafna sig fyrir utan vítateig United-liðsins. Messi fékk boltann frá Andrés Iniesta. Edwin van der Sar og United-vörnin áttu að gera betur.3-1 á 69.mín: David Villa skorar þriðja mark Barcelona og gerir nánast út um leikinn. Villa fékk boltann frá Sergio Busquets og skoraði með laglegu skoti fyrir utan teig. Lionel Messi hafði ruglað vörn United rétt áður með laglegum einleik. Barcelona er að fara illa með United á Wembley. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Van der Sar: Ég spilaði kannski einum leik of mikið Edwin van der Sar, markvörður Manchester United, lék sinn síðasta leik á ferlinum í dag þegar United tapaði 1-3 fyrir Barcelona í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á Wembley. 28. maí 2011 21:26 Ferguson: Besta lið sem við höfum mætt Sir Alex Ferguson, stjóra Manchester United, tókst ekki að jafna met Bob Paisley í kvöld með því að vinna Evrópukeppni meistaraliða í þriðja sinn. United tapaði 1-3 á móti frábæru liði Barcelona í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á Wembley. 28. maí 2011 22:04 1-1 í hálfleik á Wembley - myndir Fyrri hálfleikur úrslitaleiks Meistaradeildarinnar á milli Barcelona og Manchester United var bráðskemmtilegur en staðan var 1-1 í hálfleik. 28. maí 2011 19:53 Barcelona með tvö mörk í seinni - myndir Barcelona tryggði sér sigur í Meistaradeildinni með sannfærandi 3-1 sigri á Manchester United í úrslitaleiknum á Wembley. Staðan var 1-1 í hálfleik en Barca tryggði sér sigurinn með mörkum frá Lionel Messi og David Villa í seinni hálfleiknum. 28. maí 2011 20:38 Mascherano: Þetta er líka fyrir stuðningsmenn Liverpool Javier Mascherano spilaði í miðverðinum í 3-1 sigri Barcelona á Manchester United í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á Wembley í kvöld. 28. maí 2011 21:19 Rio Ferdinand: Betra liðið vann Rio Ferdinand, miðvörður Manchester United, þurfti að sætta sig við að tapa úrslitaleik Meistaradeildarinnar í annað skiptið á þremur árum. 28. maí 2011 21:02 Messi: 12 mörk í Meistaradeildinni - 53 mörk á tímabilinu Lionel Messi skoraði sitt tólfta mark í Meistaradeildinni í kvöld þegar Barcelona vann 3-1 sigur á Manchester United í úrslitaleiknum á Wembley. 28. maí 2011 20:57 Nemanja Vidic: Þeir spiluðu frábæran fótbolta Nemanja Vidic, fyrirliði Manchester United, fékk ekki að lyfta Meistaradeildarbikarnum eftir úrslitaleikinn á Wembley í kvöld þar sem Barcelona vann 3-1 sannfærandi sigur. 28. maí 2011 21:11 Eric Abidal tók við bikarnum - meistarafögnuður Barcelona Carles Puyol og Xavi Hernández, fyrirliðar Barcelona-liðsins, sýndu í kvöld í verki úr hverju liðsheild Barcelona er gerð, þegar þeir leyfðu Frakkanum Eric Abidal að taka við Meistaradeildarbikarnum eftir 3-1 sigur á Manchester United á Wembley í kvöld. 28. maí 2011 21:46 Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira
Barcelona vann öruggan 3-1 sigur á Manchester United í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á Wembley í kvöld. Barcelona-menn sýndu enn á ný að þar fer besta fótboltalið í heimi enda yfirspiluðu þeir Englandsmeistarana stóran hluta leiksins. Pedro Rodríguez, Lionel Messi og David Villa skoruðu mörk Barcelona í leiknum en félagið vann þarna Meistaradeildina í annað skiptið á þremur árum. Messi skoraði einnig í úrslitaleiknum fyrir tveimur árum þegar Barca vann 2-0 sigur á United í úrslitaleik í Róm. Þetta er í fjórða sinn sem Barcelona vinnur Evrópukeppni Meistaraliða og tveir af þessum titlum hafa unnist í úrslitaleik á Wembley því Barca vann 1-0 sigur á Sampdoria í úrslitaleiknum árið 1992. Manchester United átti fyrstu tíu mínútur leiksins en síðan tók Barcelona öll völd á vellinum og fór illa með Manchester-liðið það sem eftir var leiksins. United beit aðeins frá sér eftir þriðja mark Barca en sigurinn var aldrei í hættu. Pep Guardiola, þjálfari Barcelona, hefur þar með unnið tíu titla með liðinu á þremur tímabilum þar Meistaradeildina tvisvar sinnum og spænska meistaratitilinn þrisvar sinnum. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir stöðuna í leiknum og þar má finna helstu atburði hans eins og mörk, gul spjöld, rauð spjöld, byrjunarlið og skiptingar.1-0 á 27. mín: Pedro Rodríguez skorar örugglega úr teignum eftir að hafa fengið frábæra utan fótar sendingu frá Xavi Hernández. Þetta mark lá í loftinu.1-1 á 34. mín: Wayne Roney skorar með frábæru skoti úr teignum eftir þríhyrningsspil við Ryan Giggs. Það var rangstöðulykt af þessu marki en United vann boltann með hápressu eftir innkast Barcelona.1-1 í hálfleik: Manchester United byrjaði leikinn vel en Barelona tók öll völd á vellinum eftir tíu mínútur og hélt þeim út hálfleikinn. Barcelona komst sanngjarnt yfir en United skoraði jöfnunarmarkið nánast upp úr þurru.2-1 á 54. mín: Lionel Messi skorar með skoti fyrir utan teig eftir að hafa fengið tíma til að athafna sig fyrir utan vítateig United-liðsins. Messi fékk boltann frá Andrés Iniesta. Edwin van der Sar og United-vörnin áttu að gera betur.3-1 á 69.mín: David Villa skorar þriðja mark Barcelona og gerir nánast út um leikinn. Villa fékk boltann frá Sergio Busquets og skoraði með laglegu skoti fyrir utan teig. Lionel Messi hafði ruglað vörn United rétt áður með laglegum einleik. Barcelona er að fara illa með United á Wembley.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Van der Sar: Ég spilaði kannski einum leik of mikið Edwin van der Sar, markvörður Manchester United, lék sinn síðasta leik á ferlinum í dag þegar United tapaði 1-3 fyrir Barcelona í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á Wembley. 28. maí 2011 21:26 Ferguson: Besta lið sem við höfum mætt Sir Alex Ferguson, stjóra Manchester United, tókst ekki að jafna met Bob Paisley í kvöld með því að vinna Evrópukeppni meistaraliða í þriðja sinn. United tapaði 1-3 á móti frábæru liði Barcelona í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á Wembley. 28. maí 2011 22:04 1-1 í hálfleik á Wembley - myndir Fyrri hálfleikur úrslitaleiks Meistaradeildarinnar á milli Barcelona og Manchester United var bráðskemmtilegur en staðan var 1-1 í hálfleik. 28. maí 2011 19:53 Barcelona með tvö mörk í seinni - myndir Barcelona tryggði sér sigur í Meistaradeildinni með sannfærandi 3-1 sigri á Manchester United í úrslitaleiknum á Wembley. Staðan var 1-1 í hálfleik en Barca tryggði sér sigurinn með mörkum frá Lionel Messi og David Villa í seinni hálfleiknum. 28. maí 2011 20:38 Mascherano: Þetta er líka fyrir stuðningsmenn Liverpool Javier Mascherano spilaði í miðverðinum í 3-1 sigri Barcelona á Manchester United í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á Wembley í kvöld. 28. maí 2011 21:19 Rio Ferdinand: Betra liðið vann Rio Ferdinand, miðvörður Manchester United, þurfti að sætta sig við að tapa úrslitaleik Meistaradeildarinnar í annað skiptið á þremur árum. 28. maí 2011 21:02 Messi: 12 mörk í Meistaradeildinni - 53 mörk á tímabilinu Lionel Messi skoraði sitt tólfta mark í Meistaradeildinni í kvöld þegar Barcelona vann 3-1 sigur á Manchester United í úrslitaleiknum á Wembley. 28. maí 2011 20:57 Nemanja Vidic: Þeir spiluðu frábæran fótbolta Nemanja Vidic, fyrirliði Manchester United, fékk ekki að lyfta Meistaradeildarbikarnum eftir úrslitaleikinn á Wembley í kvöld þar sem Barcelona vann 3-1 sannfærandi sigur. 28. maí 2011 21:11 Eric Abidal tók við bikarnum - meistarafögnuður Barcelona Carles Puyol og Xavi Hernández, fyrirliðar Barcelona-liðsins, sýndu í kvöld í verki úr hverju liðsheild Barcelona er gerð, þegar þeir leyfðu Frakkanum Eric Abidal að taka við Meistaradeildarbikarnum eftir 3-1 sigur á Manchester United á Wembley í kvöld. 28. maí 2011 21:46 Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira
Van der Sar: Ég spilaði kannski einum leik of mikið Edwin van der Sar, markvörður Manchester United, lék sinn síðasta leik á ferlinum í dag þegar United tapaði 1-3 fyrir Barcelona í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á Wembley. 28. maí 2011 21:26
Ferguson: Besta lið sem við höfum mætt Sir Alex Ferguson, stjóra Manchester United, tókst ekki að jafna met Bob Paisley í kvöld með því að vinna Evrópukeppni meistaraliða í þriðja sinn. United tapaði 1-3 á móti frábæru liði Barcelona í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á Wembley. 28. maí 2011 22:04
1-1 í hálfleik á Wembley - myndir Fyrri hálfleikur úrslitaleiks Meistaradeildarinnar á milli Barcelona og Manchester United var bráðskemmtilegur en staðan var 1-1 í hálfleik. 28. maí 2011 19:53
Barcelona með tvö mörk í seinni - myndir Barcelona tryggði sér sigur í Meistaradeildinni með sannfærandi 3-1 sigri á Manchester United í úrslitaleiknum á Wembley. Staðan var 1-1 í hálfleik en Barca tryggði sér sigurinn með mörkum frá Lionel Messi og David Villa í seinni hálfleiknum. 28. maí 2011 20:38
Mascherano: Þetta er líka fyrir stuðningsmenn Liverpool Javier Mascherano spilaði í miðverðinum í 3-1 sigri Barcelona á Manchester United í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á Wembley í kvöld. 28. maí 2011 21:19
Rio Ferdinand: Betra liðið vann Rio Ferdinand, miðvörður Manchester United, þurfti að sætta sig við að tapa úrslitaleik Meistaradeildarinnar í annað skiptið á þremur árum. 28. maí 2011 21:02
Messi: 12 mörk í Meistaradeildinni - 53 mörk á tímabilinu Lionel Messi skoraði sitt tólfta mark í Meistaradeildinni í kvöld þegar Barcelona vann 3-1 sigur á Manchester United í úrslitaleiknum á Wembley. 28. maí 2011 20:57
Nemanja Vidic: Þeir spiluðu frábæran fótbolta Nemanja Vidic, fyrirliði Manchester United, fékk ekki að lyfta Meistaradeildarbikarnum eftir úrslitaleikinn á Wembley í kvöld þar sem Barcelona vann 3-1 sannfærandi sigur. 28. maí 2011 21:11
Eric Abidal tók við bikarnum - meistarafögnuður Barcelona Carles Puyol og Xavi Hernández, fyrirliðar Barcelona-liðsins, sýndu í kvöld í verki úr hverju liðsheild Barcelona er gerð, þegar þeir leyfðu Frakkanum Eric Abidal að taka við Meistaradeildarbikarnum eftir 3-1 sigur á Manchester United á Wembley í kvöld. 28. maí 2011 21:46