Fótbolti

Komið að ensku liði að vinna í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Þetta byrjaði allt með ótrúlegum sigri Liverpool í Istanbul árið 2005.
Þetta byrjaði allt með ótrúlegum sigri Liverpool í Istanbul árið 2005. Mynd/Nordic Photos/Getty
Það hefur verið ákveðin hringrás í gangi í Meistaradeildinni undanfarin sex ár þar sem ensk, spænsk og ítölsk félög hafa skipts á að vinna Meistaradeildina. Þetta boðar gott fyrir ensku meistarana í Manchester United sem mæta Barcelona í úrslitaleiknum á Wembley í kvöld.

Undanfarin sex ár hefur röðin á meisturum haldið sér hvað það varðar að enskt lið hefur unnið á undan spænsku liði og í kjölfarið hefur síðan ítalskt lið fagnað sigri í keppninni. Samkvæmt þessu ætti Manchester United að vinna leikinn á móti spænsku meisturunum í kvöld.

Síðustu sex sigurvegarar í Meistaradeildinni2005 England (Liverpool)

2006 Spánn (Barcelona)

2007 Ítalía (AC Milan)

2008 England (Manchester United)

2009 Spánn (Barcelona)

2010 Ítalía (Inter Milan)

2011 England?




Fleiri fréttir

Sjá meira


×