Vettel: Tókum áhættu mörgum sinnum og það gerir sigurinn enn sætari 29. maí 2011 19:41 Verðlaunahafarnir í Mónakó í dag. Fernando Alonso. Sebastian Vettel og Jenson Button. Mynd: Getty Images/Paul Gilham Sebastian Vettel á Red Bull vann sitt fimmta mót í Formúlu 1 á árinu, þegar hann kom fyrstur í endmark í Mónakó kappakstrinum í dag. Fernando Alonso á Ferrari og Jenson Button á McLaren sóttu stíft að honum í lokin en höfðu ekki erindi sem erfiði. Alonso varð annar og Button þriðji. Vettel er nú með gott forskot í stigamóti ökumanna. Hann er með 138 stig, en Lewis Hamilton hjá McLaren er með 85, Mark Webber hjá Red Bull 79, Button 69 og Alonso 69. „Það er erfitt að lýsa deginum. Tilfinningin er frábær, en ég hef séð hvað þarf til að vinna hérna. Keppnin var brjáluð í dag", sagði Vettel í fréttatilkynningu frá Red Bull. „Það er erfitt að ímynda sér að hægt sé að keyra mót hérna á einu þjónustuhléi, en það gerðum við. Þjónustuhlé okkar gekk ekki nógu vel og við töpuðum sæti til Jenson, sem kom mér á óvart. Hann ók hratt á mýkri dekkjunum, en ég var á þeim harðari sem voru í boði." „Ég hugsaði með mér að gefast ekki upp til að minnka bilið. Útkoma öryggisbílsins hjálpaði okkur, en það var engin leikur að aka um 60 hringi á sömu dekkjunum. Það var ekki inn í myndinni! Við tókum margar áhættur og það gerir sigurinn í dag enn sætari." Þegar toppmennirnir höfðu lokið þjónustuhléum sínum var Vettel fyrstur. „Í lok mótsins voru dekkin hvergi nærri góð, en eina leiðin til að sigra var að klára dæmið á sömu dekkjum. Það var mikil pressa frá Fernando og Jenson og síðustu hringirnir hefðu verið erfiðir. En öryggisbíllinn kom út og við gátum því skipt um dekk." „Ég er mjög ánægður. Um tíma þegar ég var í öðru sæti og Jenson 15 sekúndum á undan, þá var sigur fjarri mér, en þetta er brjálaður staður. Rúllettunni var rúllað í gærkvöldi og snerist í keppninni líka. Ég er mjög ánægður. Þetta eru frábær úrslit og heiður að vera meðal þeirra sem hafa sigrað Mónakó mótið. Við áttum sigurinn skilinn, við tókum áhættu og uppskárum verðlaunin", sagði Vettel. Formúla Íþróttir Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Sjá meira
Sebastian Vettel á Red Bull vann sitt fimmta mót í Formúlu 1 á árinu, þegar hann kom fyrstur í endmark í Mónakó kappakstrinum í dag. Fernando Alonso á Ferrari og Jenson Button á McLaren sóttu stíft að honum í lokin en höfðu ekki erindi sem erfiði. Alonso varð annar og Button þriðji. Vettel er nú með gott forskot í stigamóti ökumanna. Hann er með 138 stig, en Lewis Hamilton hjá McLaren er með 85, Mark Webber hjá Red Bull 79, Button 69 og Alonso 69. „Það er erfitt að lýsa deginum. Tilfinningin er frábær, en ég hef séð hvað þarf til að vinna hérna. Keppnin var brjáluð í dag", sagði Vettel í fréttatilkynningu frá Red Bull. „Það er erfitt að ímynda sér að hægt sé að keyra mót hérna á einu þjónustuhléi, en það gerðum við. Þjónustuhlé okkar gekk ekki nógu vel og við töpuðum sæti til Jenson, sem kom mér á óvart. Hann ók hratt á mýkri dekkjunum, en ég var á þeim harðari sem voru í boði." „Ég hugsaði með mér að gefast ekki upp til að minnka bilið. Útkoma öryggisbílsins hjálpaði okkur, en það var engin leikur að aka um 60 hringi á sömu dekkjunum. Það var ekki inn í myndinni! Við tókum margar áhættur og það gerir sigurinn í dag enn sætari." Þegar toppmennirnir höfðu lokið þjónustuhléum sínum var Vettel fyrstur. „Í lok mótsins voru dekkin hvergi nærri góð, en eina leiðin til að sigra var að klára dæmið á sömu dekkjum. Það var mikil pressa frá Fernando og Jenson og síðustu hringirnir hefðu verið erfiðir. En öryggisbíllinn kom út og við gátum því skipt um dekk." „Ég er mjög ánægður. Um tíma þegar ég var í öðru sæti og Jenson 15 sekúndum á undan, þá var sigur fjarri mér, en þetta er brjálaður staður. Rúllettunni var rúllað í gærkvöldi og snerist í keppninni líka. Ég er mjög ánægður. Þetta eru frábær úrslit og heiður að vera meðal þeirra sem hafa sigrað Mónakó mótið. Við áttum sigurinn skilinn, við tókum áhættu og uppskárum verðlaunin", sagði Vettel.
Formúla Íþróttir Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Sjá meira