Mercedes styður Schumacher þrátt fyrir brösótt gengi 10. maí 2011 22:01 Michael Schumacher og Mercedes hafa ekki náð á verðlaunapall saman síðan Schumacher byrjaði að keyra með liðinu í fyrra. Mynd: Getty Images Nobert Haug, yfirmaður Mercedes í akstursíþróttum segir að Mercedes styðji veru Michael Schumacher sem ökumanns liðsins í Formúlu 1 heilshugar, þó gengi hans hafi ekki verið sem best. Hann gerði þriggja ára samning við liðið í fyrra. Honum gekk heldur illa í mótinu í Tyrklandi á sunnudaginn. ,,Ég skil afhverju fólk býst við toppárangri af Michael og Mercedes og það er samsvarandi vilji hjá okkur. Ef við skoðum tíma Michaels á æfingum og í keppninni, þá er hann að halda uppi góðum hraða", sagði Haug í frétt á autosport.com í dag. Schumacher lenti í árekstri við annan ökumanna í öðrum hring mótsins, en Haug telur að hann hefði getað náð sjötta eða sjöunda sæti, en hann varð tólfti. Schumacher átti góðan sprett á lokaæfingu fyrir tímatökuna á laugardag og varð aðeins 0.001 sekúndu á eftir Sebastian Vettel, en náði ekki að endurtaka leikinn í tímatökunni. Haug segir það ekki óskhyggju að Schumacher hafi hraðann sem til þarf, það sé staðreynd. Schumacher var ekki ánægður með útkomuna um helgina. ,,Ég skil að Michael skemmti sér ekki á sunnudaginn. Það er erfitt að keppa af krafti og ná tólfta sæti. Ég er sannfærður um að það verður gaman í Barcelona (næsta mót er á Spáni). Við höfum trú á liðinu og ökumönnum þess og við vinnum af festu að markmiðum okkar. Formúla Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Nobert Haug, yfirmaður Mercedes í akstursíþróttum segir að Mercedes styðji veru Michael Schumacher sem ökumanns liðsins í Formúlu 1 heilshugar, þó gengi hans hafi ekki verið sem best. Hann gerði þriggja ára samning við liðið í fyrra. Honum gekk heldur illa í mótinu í Tyrklandi á sunnudaginn. ,,Ég skil afhverju fólk býst við toppárangri af Michael og Mercedes og það er samsvarandi vilji hjá okkur. Ef við skoðum tíma Michaels á æfingum og í keppninni, þá er hann að halda uppi góðum hraða", sagði Haug í frétt á autosport.com í dag. Schumacher lenti í árekstri við annan ökumanna í öðrum hring mótsins, en Haug telur að hann hefði getað náð sjötta eða sjöunda sæti, en hann varð tólfti. Schumacher átti góðan sprett á lokaæfingu fyrir tímatökuna á laugardag og varð aðeins 0.001 sekúndu á eftir Sebastian Vettel, en náði ekki að endurtaka leikinn í tímatökunni. Haug segir það ekki óskhyggju að Schumacher hafi hraðann sem til þarf, það sé staðreynd. Schumacher var ekki ánægður með útkomuna um helgina. ,,Ég skil að Michael skemmti sér ekki á sunnudaginn. Það er erfitt að keppa af krafti og ná tólfta sæti. Ég er sannfærður um að það verður gaman í Barcelona (næsta mót er á Spáni). Við höfum trú á liðinu og ökumönnum þess og við vinnum af festu að markmiðum okkar.
Formúla Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira