Sutil á yfir höfði sér ákæru vegna líkamsárásar 16. maí 2011 21:13 Formúlu 1 ökumaðurinn Adrian Sutil. mynd: Getty Images/Phil Gilham Formúlu 1 ökumaðurinn, Adrian Sutil á yfir höfði sér ákæru fyrir líkamsáras, sem er sögð hafa verið eftir kappaksturinn í Kína á dögunum. Atvikið varð á næturklúbbi í Sjanghæ, en engar opinberar skýringar hafa verið gefnar á atvikinu samkvæmt fréttum á autosport.com í dag. Sutil er meðal keppenda í Formúlu 1 mótinu á Spáni um næstu helgi. Lalive lögfræðifyrirtækið birti yfirlýsingu dag fyrir hönd Eric Lux, sem er eigandi Genii Capital fyrirtækisins sem á Renault Formúlu 1 liðið. Í henni segir að Lux hafi ákveðið að kæra Adrian Sutil fyrir líkamsárás og skaða sem af henni hlaust. Um leið og ákæran verður birt eins og segir í frétt autosport, þá verður FIA, alþjóða bílasambandið látið vita og Force India lið Sutils í Formúlu 1. Í tilkynningunni segir einnig að ekki sé lokið fyrir það skotið að fleiri aðilra verði ákærðir í þessu máli. Sutil staðfesti við þýska fjölmiðla í síðustu viku að hann hefði lent í uppákomu í Kína, en hann hafi ekki skaðað viðkomandi vísvitandi, heldur hafi um óviljaverk verið að ræða og hann hafi beðist velvirðingar á atvikinu, sem hann sjái eftir. Hann vildi ekki tjá sig meira um málið, þar sem það tengist ekki starfi hans sem ökumanns í Formúlu 1 og það væri einkamál. Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Formúlu 1 ökumaðurinn, Adrian Sutil á yfir höfði sér ákæru fyrir líkamsáras, sem er sögð hafa verið eftir kappaksturinn í Kína á dögunum. Atvikið varð á næturklúbbi í Sjanghæ, en engar opinberar skýringar hafa verið gefnar á atvikinu samkvæmt fréttum á autosport.com í dag. Sutil er meðal keppenda í Formúlu 1 mótinu á Spáni um næstu helgi. Lalive lögfræðifyrirtækið birti yfirlýsingu dag fyrir hönd Eric Lux, sem er eigandi Genii Capital fyrirtækisins sem á Renault Formúlu 1 liðið. Í henni segir að Lux hafi ákveðið að kæra Adrian Sutil fyrir líkamsárás og skaða sem af henni hlaust. Um leið og ákæran verður birt eins og segir í frétt autosport, þá verður FIA, alþjóða bílasambandið látið vita og Force India lið Sutils í Formúlu 1. Í tilkynningunni segir einnig að ekki sé lokið fyrir það skotið að fleiri aðilra verði ákærðir í þessu máli. Sutil staðfesti við þýska fjölmiðla í síðustu viku að hann hefði lent í uppákomu í Kína, en hann hafi ekki skaðað viðkomandi vísvitandi, heldur hafi um óviljaverk verið að ræða og hann hafi beðist velvirðingar á atvikinu, sem hann sjái eftir. Hann vildi ekki tjá sig meira um málið, þar sem það tengist ekki starfi hans sem ökumanns í Formúlu 1 og það væri einkamál.
Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira