Alguersuari stefnir á vera meðal tíu fremstu á heimavelli 19. maí 2011 16:48 Jamie Alguersuari á fréttamannafundi á Spáni í dag. Mynd: Getty Images/Paul Gilham Spánverjinn Jamie Alguersuari er á heimavelli á Katalóníu Formúlu 1 brautinni á Spáni um helgina, rétt eins og landi hans Fernando Alonso, sem er ætíð hylltur af heimamönnum. Alguersuari ekur með Torro Rosso og fær trúlega ekki sömu athygli og Alonso sem er í toppslagnum ár frá ári, en Alguersuari hefur keppt frá árinu 2009 í Formúlu 1. Alguersuari sat fyrir svörum á fréttamannafundi ásamt fleiri ökumönnum, en hann býr í Barcelona, en Katalóníu brautin er 35 km frá borginni. Árið 2009 varð hann yngsti ökumaður sögunnar til að keppa á Formúlu 1 bíl, þá 19 ára og 25 daga gamall, samkvæmt vefnum wilkipedia.com. Hann tók sæti Sebastian Bourdais hjá Torro Rosso frá og með ungverska kappakstrinum. Alguersuari nýtur þess að vera á heimavelli. „Það er góð tilfinning að aka hérna og sérstakt, þar sem ég hef áhorfendur og umhverfið og veðrið. Ég bý í Barcelona, í borginni, þannig að það er svalt fyrir mig að aka hingað og í mínum huga er þetta eitt besta mót ársins", sagði Alguersuari um mótssvæðið og eina mótið á árinu þar sem hann þarf ekki að ferðast um langan veg til að keppa. Alguersuari vonast líka eftir því að snúa gengi sínu til betri vegar í mótum. „Af einni eða annarri ástæðu hefur byrjunin ekki verið sem best, en vonandi getum við lokið keppni í stigasæti. Við sjáum hvað keppnisáætlunin gerir okkur kleift varðandi hvernig dekkin slitna og slíkt. Þannig að við getum náð í stig og snúið tímabilinu til betri vegar. Þá gætum við náð í stig í Mónakó og næstu mótum á eftir." „Markmiðið er að vera meðal tíu fremstu og við höfum sýnt að við höfum möguleika á því. Bíllinn er samkeppnisfærari í ár en í fyrra, sérstaklega á laugardögum, í tímatökum, en ég hef átt erfitt uppdráttar í kappakstrinum", sagði Alguersuari. Hann varði tveimur dögum í ökuhermi Red Bull liðsins i Milton Keynes í Bretladoi, eftir keppnina í Tyrklandi á dögunum. Alguersuari sagðist hafa ekið brautina á Spáni og í Mónakó í herminum. Formúla Íþróttir Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Fótbolti Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Spánverjinn Jamie Alguersuari er á heimavelli á Katalóníu Formúlu 1 brautinni á Spáni um helgina, rétt eins og landi hans Fernando Alonso, sem er ætíð hylltur af heimamönnum. Alguersuari ekur með Torro Rosso og fær trúlega ekki sömu athygli og Alonso sem er í toppslagnum ár frá ári, en Alguersuari hefur keppt frá árinu 2009 í Formúlu 1. Alguersuari sat fyrir svörum á fréttamannafundi ásamt fleiri ökumönnum, en hann býr í Barcelona, en Katalóníu brautin er 35 km frá borginni. Árið 2009 varð hann yngsti ökumaður sögunnar til að keppa á Formúlu 1 bíl, þá 19 ára og 25 daga gamall, samkvæmt vefnum wilkipedia.com. Hann tók sæti Sebastian Bourdais hjá Torro Rosso frá og með ungverska kappakstrinum. Alguersuari nýtur þess að vera á heimavelli. „Það er góð tilfinning að aka hérna og sérstakt, þar sem ég hef áhorfendur og umhverfið og veðrið. Ég bý í Barcelona, í borginni, þannig að það er svalt fyrir mig að aka hingað og í mínum huga er þetta eitt besta mót ársins", sagði Alguersuari um mótssvæðið og eina mótið á árinu þar sem hann þarf ekki að ferðast um langan veg til að keppa. Alguersuari vonast líka eftir því að snúa gengi sínu til betri vegar í mótum. „Af einni eða annarri ástæðu hefur byrjunin ekki verið sem best, en vonandi getum við lokið keppni í stigasæti. Við sjáum hvað keppnisáætlunin gerir okkur kleift varðandi hvernig dekkin slitna og slíkt. Þannig að við getum náð í stig og snúið tímabilinu til betri vegar. Þá gætum við náð í stig í Mónakó og næstu mótum á eftir." „Markmiðið er að vera meðal tíu fremstu og við höfum sýnt að við höfum möguleika á því. Bíllinn er samkeppnisfærari í ár en í fyrra, sérstaklega á laugardögum, í tímatökum, en ég hef átt erfitt uppdráttar í kappakstrinum", sagði Alguersuari. Hann varði tveimur dögum í ökuhermi Red Bull liðsins i Milton Keynes í Bretladoi, eftir keppnina í Tyrklandi á dögunum. Alguersuari sagðist hafa ekið brautina á Spáni og í Mónakó í herminum.
Formúla Íþróttir Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Fótbolti Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira