Friðrik Ingi: Jakob og Hlynur eru mjög ánægðir með hann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. maí 2011 13:00 Peter Öqvist stýrir hér Sundsvall liðinu í vetur. Mynd/Valli Friðrik Ingi Rúnarsson, framkvæmdastjóri KKÍ, var í forystuhlutverki hjá KKÍ í því að ráða Svíann Peter Öqvist sem þjálfara A-landslið karla í körfubolta. Karlalandsliðið hefur legið í dvala síðan haustið 2009 en nú er ljóst að liðið tekur þátt í Norðurlandamótinu í sumar og svo í Evrópukeppninni 2012 til 2013. „Þeim sem hafa verið í landsliðsnefnd og stjórn á síðustu árum og hafa farið fyrir þessum málum fannst vera tímapunktur núna eftir þessa pásu að koma inn með breyttar áherslur og fá inn nýtt og ferskt blóð," sagði Friðrik Ingi um aðalástæðu þess að erlendur þjálfari var ráðinn að þessu sinni. „Það er margt sem þarf að fara saman þegar ráðinn er erlendur þjálfari. Það lítur kannski út í fyrstu eins og þetta sé of dýr pakki fyrir okkur en það voru röð atvika sem sáu til þess að þetta gekk upp," sagði Friðrik Ingi. „Margir gætu velt því fyrir sér að eitthvað hljóti þetta að kosta. Þetta er verkefnatengt og hann er ekki að koma í þetta starf vegna peninganna. Hann er samt ekki að gera þetta frítt," sagði Friðrik Ingi. „Peter þekkir vel til íslenskra leikmanna og fyrir hvað þeir standa. Hann hefur líka fylgst með íslenskum leikmönnum því hann var í þjálfarateymi yngri landsliða Svía fyrir nokkrum árum síðan. Hann þekkir því til þeirra margra þótt að hann þekki þá ekki persónulega," segir Friðrik Ingi. „Peter er mjög áhugasamur um þetta og lítur á þetta sem mikinn heiður og mikið tækifæri fyrir sig. Við bindum við hann ákveðnar vonir og það er mjög gott ef báðir aðilar geta síðan verið sáttir með þá vinnu og það samstarf," segir Friðrik Ingi. „Við erum búnir að skoða hans bakgrunn. Það er ekkert leyndarmál að hann er metnaðargjarn og mjög vinnusamur. Við erum búnir að fá upplýsingar frá mörgum góðum mönnum," segir Friðrik Ingi. „Ég er búinn að eyða einhverjum tíma í vetur að vera í samskiptum við ýmsa aðila. Mér var falið það af landsliðsnefndinni og stjórninni að fara í þetta mál og tala við mann og annan," segir Friðrik. „Ég talaði við þá íslensku leikmenn sem eru að spila erlendis. Ég heyrði vel í Jakobi og Hlyn með Peter. Jakob hafði líka samanburð frá árinu áður þegar Sundsvall var með allt öðruvísi lið heldur en í ár. Ég fékk það frá andstæðingum hans að hann væri fljótur að bregðast við og væri mjög klókur þjálfari. Jakob og Hlynur eru mjög ánægðir með hann," segir Friðrik. „Ég heyrði í Helga og Loga sem töluðu við mann og annan í sínu umhverfi. Ég talaði við menn frá sænska sambandinu og við menn sem hafa unnið með honum á árum áður. Það er búið að vinna þetta hægt og rólega á síðustu mánuðum. Hann fær virkilega góð meðmæli allstaðar og það var ljóst þegar maður settist niður með honum og talaði við hann, að hann væri mikill fagmaður," segir Friðrik. „Hann er mjög metnaðargjarn og veit nákvæmlega hvert hann stefnir og hvert hann ætlar. Hann ætlar sér lengra. Ef við getum hjálpað hvorum öðrum að gera vel á næstu misserum þá er það jákvætt fyrir báða," sagði Friðrik Ingi. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Fleiri fréttir Markkanen skoraði 43 stig á 23 mínútum á EM í kvöld EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Sjá meira
Friðrik Ingi Rúnarsson, framkvæmdastjóri KKÍ, var í forystuhlutverki hjá KKÍ í því að ráða Svíann Peter Öqvist sem þjálfara A-landslið karla í körfubolta. Karlalandsliðið hefur legið í dvala síðan haustið 2009 en nú er ljóst að liðið tekur þátt í Norðurlandamótinu í sumar og svo í Evrópukeppninni 2012 til 2013. „Þeim sem hafa verið í landsliðsnefnd og stjórn á síðustu árum og hafa farið fyrir þessum málum fannst vera tímapunktur núna eftir þessa pásu að koma inn með breyttar áherslur og fá inn nýtt og ferskt blóð," sagði Friðrik Ingi um aðalástæðu þess að erlendur þjálfari var ráðinn að þessu sinni. „Það er margt sem þarf að fara saman þegar ráðinn er erlendur þjálfari. Það lítur kannski út í fyrstu eins og þetta sé of dýr pakki fyrir okkur en það voru röð atvika sem sáu til þess að þetta gekk upp," sagði Friðrik Ingi. „Margir gætu velt því fyrir sér að eitthvað hljóti þetta að kosta. Þetta er verkefnatengt og hann er ekki að koma í þetta starf vegna peninganna. Hann er samt ekki að gera þetta frítt," sagði Friðrik Ingi. „Peter þekkir vel til íslenskra leikmanna og fyrir hvað þeir standa. Hann hefur líka fylgst með íslenskum leikmönnum því hann var í þjálfarateymi yngri landsliða Svía fyrir nokkrum árum síðan. Hann þekkir því til þeirra margra þótt að hann þekki þá ekki persónulega," segir Friðrik Ingi. „Peter er mjög áhugasamur um þetta og lítur á þetta sem mikinn heiður og mikið tækifæri fyrir sig. Við bindum við hann ákveðnar vonir og það er mjög gott ef báðir aðilar geta síðan verið sáttir með þá vinnu og það samstarf," segir Friðrik Ingi. „Við erum búnir að skoða hans bakgrunn. Það er ekkert leyndarmál að hann er metnaðargjarn og mjög vinnusamur. Við erum búnir að fá upplýsingar frá mörgum góðum mönnum," segir Friðrik Ingi. „Ég er búinn að eyða einhverjum tíma í vetur að vera í samskiptum við ýmsa aðila. Mér var falið það af landsliðsnefndinni og stjórninni að fara í þetta mál og tala við mann og annan," segir Friðrik. „Ég talaði við þá íslensku leikmenn sem eru að spila erlendis. Ég heyrði vel í Jakobi og Hlyn með Peter. Jakob hafði líka samanburð frá árinu áður þegar Sundsvall var með allt öðruvísi lið heldur en í ár. Ég fékk það frá andstæðingum hans að hann væri fljótur að bregðast við og væri mjög klókur þjálfari. Jakob og Hlynur eru mjög ánægðir með hann," segir Friðrik. „Ég heyrði í Helga og Loga sem töluðu við mann og annan í sínu umhverfi. Ég talaði við menn frá sænska sambandinu og við menn sem hafa unnið með honum á árum áður. Það er búið að vinna þetta hægt og rólega á síðustu mánuðum. Hann fær virkilega góð meðmæli allstaðar og það var ljóst þegar maður settist niður með honum og talaði við hann, að hann væri mikill fagmaður," segir Friðrik. „Hann er mjög metnaðargjarn og veit nákvæmlega hvert hann stefnir og hvert hann ætlar. Hann ætlar sér lengra. Ef við getum hjálpað hvorum öðrum að gera vel á næstu misserum þá er það jákvætt fyrir báða," sagði Friðrik Ingi.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Fleiri fréttir Markkanen skoraði 43 stig á 23 mínútum á EM í kvöld EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Sjá meira