Liuzzi: Markmiðið að minnka bilið í forystubílanna 3. maí 2011 13:35 Viantonio LIuzzi á Hispania bílnum í Kína á dögunum. Mynd: Getty Images/Clive Mason Ítalinn Viantonio Liuzzi hjá Formúlu 1 liði Hispania segir að lið sitt gæti komið á óvart í kappakstrinum í Tyrklandi um næstu helgi, en þá keppir hann ásamt liðsfélaga sínum Narain Karthikeyan frá Indlandi á Istanbúl Park brautinni. „Istanbúl Park er tæknileg braut og ég nýt mín vel á henni. Ég man að árið 2006 komst ég úr 16. sæti í það sjötta með góðri ræsingu, en gat ekki fylgt því eftir, vegna bilunnar í drifbúnaði", sagði Liuzzi í fréttatilkynninu frá Hispania. Liuzzi og Karthikeyan eru að keppa á fyrsta ári með Hispania liðinu, sem byrjaði að keppa í fyrra í Formúlu 1. Liuzzi var með Force India liðinu í fyrra, en Kathikeyan hefur verið fjarri góðu gamni í mörg ár. „Ég býst við líflegu móti og mikið af framúrakstri. Beygja átta er engu annarri lík og er sérlega erfið ef þú ert á bíl með lítið niðurtog. Þá er auðvelt að missa afturendann út og út spýtast úr aksturslínunni. Við ættum að standa betur að vígi en áður, í Tyrklandi, vegna nýrra hluta sem verða í bílnum. Hver mínúta í akstri á brautinni mun skipta okkur máli", sagði Liuzzi, en Hispania liðið náði ekki að mæta á vetraræfingar keppnisliða fyrir tímabilið. „Markmið okkar í Tyrklandi er að staðfesta að nýjungarnar í bílnum virki og að minnka bilið í forystbílanna. Ef allt gengur samkvæmt áætlun, þá gætum við komið mörgu fólki á óvart. Með því að minnka bilið í önnur lið og sýna að við tökum þessu af alvöru", sagði Liuzzi. Karthikeyan hefur aðeins einu sinni ekið á Istanbúl Park brautinni. Það var árið 2005 með Jordan og þá gekk hvorki né rak vegna bilunnar í bílnum hans. „Ég á ekki góðar minningar um mótið, en minningarnar um Tyrkland sem slíkt eru frábærar. Fólkið er vingjarnlegt og maturinn stórkostlegur", sagði Karthikeyan. „Ég vonast til að halda áfram á sama hátt og í Sjanghæ, að komast á leiðarenda. Safna þannig mikilvægum upplýsingum og færast nær því að fullnýta möguleikanna sem búa í F111 bílnum. Við erum á réttri leið, eftir fyrsta mótið okkar í Malasíu. Ég er viss að endurbætur á bílnum sem verða til staðar í Tyrklandi mun þoka okkur skrefi nær þeim liðum sem eru rétt á undan okkur", sagði Karthikeyan. Formúla Íþróttir Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Handbolti Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Ítalinn Viantonio Liuzzi hjá Formúlu 1 liði Hispania segir að lið sitt gæti komið á óvart í kappakstrinum í Tyrklandi um næstu helgi, en þá keppir hann ásamt liðsfélaga sínum Narain Karthikeyan frá Indlandi á Istanbúl Park brautinni. „Istanbúl Park er tæknileg braut og ég nýt mín vel á henni. Ég man að árið 2006 komst ég úr 16. sæti í það sjötta með góðri ræsingu, en gat ekki fylgt því eftir, vegna bilunnar í drifbúnaði", sagði Liuzzi í fréttatilkynninu frá Hispania. Liuzzi og Karthikeyan eru að keppa á fyrsta ári með Hispania liðinu, sem byrjaði að keppa í fyrra í Formúlu 1. Liuzzi var með Force India liðinu í fyrra, en Kathikeyan hefur verið fjarri góðu gamni í mörg ár. „Ég býst við líflegu móti og mikið af framúrakstri. Beygja átta er engu annarri lík og er sérlega erfið ef þú ert á bíl með lítið niðurtog. Þá er auðvelt að missa afturendann út og út spýtast úr aksturslínunni. Við ættum að standa betur að vígi en áður, í Tyrklandi, vegna nýrra hluta sem verða í bílnum. Hver mínúta í akstri á brautinni mun skipta okkur máli", sagði Liuzzi, en Hispania liðið náði ekki að mæta á vetraræfingar keppnisliða fyrir tímabilið. „Markmið okkar í Tyrklandi er að staðfesta að nýjungarnar í bílnum virki og að minnka bilið í forystbílanna. Ef allt gengur samkvæmt áætlun, þá gætum við komið mörgu fólki á óvart. Með því að minnka bilið í önnur lið og sýna að við tökum þessu af alvöru", sagði Liuzzi. Karthikeyan hefur aðeins einu sinni ekið á Istanbúl Park brautinni. Það var árið 2005 með Jordan og þá gekk hvorki né rak vegna bilunnar í bílnum hans. „Ég á ekki góðar minningar um mótið, en minningarnar um Tyrkland sem slíkt eru frábærar. Fólkið er vingjarnlegt og maturinn stórkostlegur", sagði Karthikeyan. „Ég vonast til að halda áfram á sama hátt og í Sjanghæ, að komast á leiðarenda. Safna þannig mikilvægum upplýsingum og færast nær því að fullnýta möguleikanna sem búa í F111 bílnum. Við erum á réttri leið, eftir fyrsta mótið okkar í Malasíu. Ég er viss að endurbætur á bílnum sem verða til staðar í Tyrklandi mun þoka okkur skrefi nær þeim liðum sem eru rétt á undan okkur", sagði Karthikeyan.
Formúla Íþróttir Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Handbolti Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti