United rúllaði yfir Schalke og mætir Barcelona á Wembley Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. maí 2011 16:13 Nordic Photos / Bongarts Manchester United átti ekki í neinum vandræðum með þýska liðið Schalke í síðari leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. United vann í kvöld, 4-1 og 6-1 samanlagt. Engu skipti þó svo að Sir Alex Ferguson, stjóri United, hafi stillt upp hálfgerðu varaliði í kvöld en hann gerði átta breytingar á liði sínu frá síðasta leik. Antonio Valencia og Darron Gibson skoruðu fyrir Manchester United í fyrri hálfleik áður en Jordao náði að minnka muninn fyrir þýsku gestina. Anderson skoraði svo tvívegis í síðari hálfleik og gulltryggði sigurinn. Wayne Rooney var hvíldur í gær vegna smávægilegra meiðsla og þeir Nemanja Vidic, Ryan Giggs og Patrice Evra voru allir á bekknum. Rio Ferdinand var ekki einu sinni í hópnum. En þrátt fyrir allar þær breytingar sem gerðar voru á liðinu kom fljótlega í ljós að United hafði fullt vald á leiknum. Gibson lagði fljótlega upp fínt mark fyrir Valencia og Gibson skoraði svo sjálfur nokkrum mínútum síðar. Manuel Neuer, markvörður Schalke, átti stórleik í fyrri leik liðanna en var ekki upp á sitt besta í kvöld. Hann hefði átt að verja frá Gibson en missti boltann í stöngina og inn. Varnarmistök hjá Chris Smalling urðu svo til þess að Jurado náði að minnka muninn fyrir Schalke með föstu skoti en það kom ekki að sök. Anderson skoraði tvívegis í síðari hálfleik - fyrst eftir undirbúning Nani og svo eftir sendingu Dimitar Berbatov. United er nú komið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í þriðja sinn á síðustu fjórum árum og mætir þar Barcelona. Leikurinn fer fram á Wembley-leikvanginum, sama staðnum og Manchester United varð Evrópumeistari árið 1968, fyrst enskra liða. Leikurinn í kvöld varð aldrei spennandi sem voru góð tíðindi fyrir Ferguson enda á United mikilvægan leik gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Fleiri fréttir „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Sjá meira
Manchester United átti ekki í neinum vandræðum með þýska liðið Schalke í síðari leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. United vann í kvöld, 4-1 og 6-1 samanlagt. Engu skipti þó svo að Sir Alex Ferguson, stjóri United, hafi stillt upp hálfgerðu varaliði í kvöld en hann gerði átta breytingar á liði sínu frá síðasta leik. Antonio Valencia og Darron Gibson skoruðu fyrir Manchester United í fyrri hálfleik áður en Jordao náði að minnka muninn fyrir þýsku gestina. Anderson skoraði svo tvívegis í síðari hálfleik og gulltryggði sigurinn. Wayne Rooney var hvíldur í gær vegna smávægilegra meiðsla og þeir Nemanja Vidic, Ryan Giggs og Patrice Evra voru allir á bekknum. Rio Ferdinand var ekki einu sinni í hópnum. En þrátt fyrir allar þær breytingar sem gerðar voru á liðinu kom fljótlega í ljós að United hafði fullt vald á leiknum. Gibson lagði fljótlega upp fínt mark fyrir Valencia og Gibson skoraði svo sjálfur nokkrum mínútum síðar. Manuel Neuer, markvörður Schalke, átti stórleik í fyrri leik liðanna en var ekki upp á sitt besta í kvöld. Hann hefði átt að verja frá Gibson en missti boltann í stöngina og inn. Varnarmistök hjá Chris Smalling urðu svo til þess að Jurado náði að minnka muninn fyrir Schalke með föstu skoti en það kom ekki að sök. Anderson skoraði tvívegis í síðari hálfleik - fyrst eftir undirbúning Nani og svo eftir sendingu Dimitar Berbatov. United er nú komið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í þriðja sinn á síðustu fjórum árum og mætir þar Barcelona. Leikurinn fer fram á Wembley-leikvanginum, sama staðnum og Manchester United varð Evrópumeistari árið 1968, fyrst enskra liða. Leikurinn í kvöld varð aldrei spennandi sem voru góð tíðindi fyrir Ferguson enda á United mikilvægan leik gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni um helgina.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Fleiri fréttir „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Sjá meira