Massa: Mikilvægt að taka framfaraskref 5. maí 2011 15:23 Felipe Massa á fréttamannafundi á Istanbúl brautinni í dag. Mynd: Getty Images/Paul Gilham Felipe Massa vonar að nýir fram og afturvængir sem Ferrari er mætt með á Formúlu 1 mótssvæðið í Tyrklandi muni bæta gengi liðsins, en Ferrari hefur ekki unnið mót á þessu ári. Mótið í Tyrklandi er það fjórða á keppnistímabilinu og er keppt á Istabúl Park brautinni, en Massa hefur þrívegis unnið mótið. Keppt hefur verið á brautinni í sex skipti. „Ég vona að við tökum áhugvert skref. Við höfum náð góðum árangri í mótum miðað við útkomuna í tímatökum, þannig að ég vona að við getum tekið skref til að keppa við Red Bull, sem er mjög öflugt. Það eru allir að reyna bæta bílinn", sagði Massa í frétt á autosport.com í dag. „Það er alltaf erfitt að segja til um hvernig nýir hlutir nýtast. Það er alltaf erfitt að segja til um hvernig þetta verður. Við höfum hugmynd um hvernig nýir hlutir virka, en vitum ekki hvað önnur lið eru að gera. Ég vona að við tökum stærra framfaraskref en aðrir." Massa vann mótið í Tyrklandi þrjú ár í röð, frá 2006-2008 með Ferrari. „Ég átti góð ár á frábærum bílum, að berjast og sigra frá upphafi. En við áttum erfitt 2009. Það er líka ljóst að við gefumst aldrei upp, en munurinn er talsverður og við verðum að hafa báðar fætur á jörðinni og vinna að því að bæta bílinn og gera betur í tímatökum." „Í sjálfum kappakstursmótum höfum við verið samkeppnisfærari í samanburði við tímatökuna og ef við skoðum hve mörg stig Sebastian og lið hans er með, þá er mikilvæg fyrir okkur að taka framfaraskref og vera nærri báráttunni", sagði Massa. Formúla Íþróttir Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Fótbolti Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Felipe Massa vonar að nýir fram og afturvængir sem Ferrari er mætt með á Formúlu 1 mótssvæðið í Tyrklandi muni bæta gengi liðsins, en Ferrari hefur ekki unnið mót á þessu ári. Mótið í Tyrklandi er það fjórða á keppnistímabilinu og er keppt á Istabúl Park brautinni, en Massa hefur þrívegis unnið mótið. Keppt hefur verið á brautinni í sex skipti. „Ég vona að við tökum áhugvert skref. Við höfum náð góðum árangri í mótum miðað við útkomuna í tímatökum, þannig að ég vona að við getum tekið skref til að keppa við Red Bull, sem er mjög öflugt. Það eru allir að reyna bæta bílinn", sagði Massa í frétt á autosport.com í dag. „Það er alltaf erfitt að segja til um hvernig nýir hlutir nýtast. Það er alltaf erfitt að segja til um hvernig þetta verður. Við höfum hugmynd um hvernig nýir hlutir virka, en vitum ekki hvað önnur lið eru að gera. Ég vona að við tökum stærra framfaraskref en aðrir." Massa vann mótið í Tyrklandi þrjú ár í röð, frá 2006-2008 með Ferrari. „Ég átti góð ár á frábærum bílum, að berjast og sigra frá upphafi. En við áttum erfitt 2009. Það er líka ljóst að við gefumst aldrei upp, en munurinn er talsverður og við verðum að hafa báðar fætur á jörðinni og vinna að því að bæta bílinn og gera betur í tímatökum." „Í sjálfum kappakstursmótum höfum við verið samkeppnisfærari í samanburði við tímatökuna og ef við skoðum hve mörg stig Sebastian og lið hans er með, þá er mikilvæg fyrir okkur að taka framfaraskref og vera nærri báráttunni", sagði Massa.
Formúla Íþróttir Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Fótbolti Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira