Geir: Var ekki lengi að segja já Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. maí 2011 18:40 Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ. Mynd/Anton Geir Þorsteinsson segir að það sé mikill heiður fyrir sig og Knattspyrnusamband Íslands að fá að vera eftirlitsmaður Knattspyrnusambands Evrópu á úrslitaleik Meistaradeildarinnar sem fer fram nú síðar í mánuðinum. Manchester United og Barcelona mætast í leiknum sem fer fram á Wembley-leikvanginum í Lundúnum þann 28. maí. Þetta er stærsti leikur ársins í knattspyrnuheiminum - á því er enginn vafi. „Ég er auðvitað mjög spenntur fyrir því að taka þetta verkefni að mér,“ sagði Geir í samtali við Vísi. „Ég fékk símtal á skírdag og var beðinn um að taka þetta að mér. Ég var ekki lengi að segja já við því.“ „Þetta starf felur í sér að hafa eftirlit með framkvæmd leiksins. Ég mun stýra tæknilegum fundum fyrir leikinn þar sem farið er yfir framkvæmdina og svo gef ég skýrslu til UEFA að honum loknum.“ „Það þarf að vanda til við undirbúninginn og þetta getur verið mikil vinna ef allt er ekki eins og það á að vera.“ Geir hefur sinnt eftirlitsstörfum fyrir UEFA frá 1997 en þá var hann framkvæmdarstjóri KSÍ. Nú er hann formaður sambandsins. „Ég hef einnig farið á leiki fyrir FIFA og var til dæmis á úrslita leik HM U-20 í Egyptalandi árið 2009.“ En af hverju fékk Geir þetta eftirsótta verkefni? „Það var bara einhver á hinum endanum sem tók þessa ákvörðun. Ég hef starfað mikið innan evrópskrar knattspyrnu og þeir þekkja mín störf og þekkja mig. Þetta er mikil viðurkenning og heiður, bæði fyrir mig og KSÍ.“ Forráðamenn KSÍ vinna reglulega að því að finna A-landsliðum Íslands vináttulandsleiki en það hefur gengið erfiðlega undanfarin misseri. „Ég hitti reglulega forráðamenn annarra knattspyrnusambanda á þingum og fundum. Þar myndar maður tengsl og líka á leik eins og þessum. Það er einfaldlega það sem þarf til,“ sagði hann. Hann vildi þó ekkert gefa upp um hvort liðið hann styðji. „Ég hef lengi dáðst af báðum félögum og ég held að margir líti á þetta sem draumaúrslitaleik,“ sagði hann. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Geir eftirlitsmaður á úrslitaleik Meistaradeildarinnar Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, hefur verið valinn af UEFA til þess að verða eftirlitsmaður UEFA á úrslitaleik Barcelona og Manchester United á Wembley. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ. 5. maí 2011 16:33 Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Sjá meira
Geir Þorsteinsson segir að það sé mikill heiður fyrir sig og Knattspyrnusamband Íslands að fá að vera eftirlitsmaður Knattspyrnusambands Evrópu á úrslitaleik Meistaradeildarinnar sem fer fram nú síðar í mánuðinum. Manchester United og Barcelona mætast í leiknum sem fer fram á Wembley-leikvanginum í Lundúnum þann 28. maí. Þetta er stærsti leikur ársins í knattspyrnuheiminum - á því er enginn vafi. „Ég er auðvitað mjög spenntur fyrir því að taka þetta verkefni að mér,“ sagði Geir í samtali við Vísi. „Ég fékk símtal á skírdag og var beðinn um að taka þetta að mér. Ég var ekki lengi að segja já við því.“ „Þetta starf felur í sér að hafa eftirlit með framkvæmd leiksins. Ég mun stýra tæknilegum fundum fyrir leikinn þar sem farið er yfir framkvæmdina og svo gef ég skýrslu til UEFA að honum loknum.“ „Það þarf að vanda til við undirbúninginn og þetta getur verið mikil vinna ef allt er ekki eins og það á að vera.“ Geir hefur sinnt eftirlitsstörfum fyrir UEFA frá 1997 en þá var hann framkvæmdarstjóri KSÍ. Nú er hann formaður sambandsins. „Ég hef einnig farið á leiki fyrir FIFA og var til dæmis á úrslita leik HM U-20 í Egyptalandi árið 2009.“ En af hverju fékk Geir þetta eftirsótta verkefni? „Það var bara einhver á hinum endanum sem tók þessa ákvörðun. Ég hef starfað mikið innan evrópskrar knattspyrnu og þeir þekkja mín störf og þekkja mig. Þetta er mikil viðurkenning og heiður, bæði fyrir mig og KSÍ.“ Forráðamenn KSÍ vinna reglulega að því að finna A-landsliðum Íslands vináttulandsleiki en það hefur gengið erfiðlega undanfarin misseri. „Ég hitti reglulega forráðamenn annarra knattspyrnusambanda á þingum og fundum. Þar myndar maður tengsl og líka á leik eins og þessum. Það er einfaldlega það sem þarf til,“ sagði hann. Hann vildi þó ekkert gefa upp um hvort liðið hann styðji. „Ég hef lengi dáðst af báðum félögum og ég held að margir líti á þetta sem draumaúrslitaleik,“ sagði hann.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Geir eftirlitsmaður á úrslitaleik Meistaradeildarinnar Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, hefur verið valinn af UEFA til þess að verða eftirlitsmaður UEFA á úrslitaleik Barcelona og Manchester United á Wembley. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ. 5. maí 2011 16:33 Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Sjá meira
Geir eftirlitsmaður á úrslitaleik Meistaradeildarinnar Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, hefur verið valinn af UEFA til þess að verða eftirlitsmaður UEFA á úrslitaleik Barcelona og Manchester United á Wembley. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ. 5. maí 2011 16:33