Sport

Auðunn vann brons á Evrópumótinu í kraftlyftingum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Auðunn Jónsson á pallinum.
Auðunn Jónsson á pallinum.
Blikinn Auðunn Jónsson vann í gær bronsverðlaun í réttstöðuluyftu á Evrópumótinu í kraftlyftingum í Pilzen í Tékklandi og var nálægt því að taka annað brons í samanlögðu eftir harða keppni.

Auðunn setti nýtt Íslandsmet í hnébeyju þegar hann lyfti 405 kílóum en sleppti þriðju tilraun við 412,5 kg. til þess að spara kraftanna fyrir næstu keppnisgreinar.

Hann tvíbætti síðan Íslandsmetið í bekkpressu, fyrst með því að lyfta 275 kílóum og svo með því að lyfta mjög örugglega 280 kílóum.

Auðunn tvíbætti líka Íslandsmetið í réttstöðulyftu og bætti um leið Íslandsmetið í samanlögðu. Auðunn lyfti fyrst 340 kílóum og svo fóru 352,5 kíló upp í annarri tilraun. Auðunn lyfti því 1037,5 kílóum í samanlögðu.

Auðunn átti möguleika á gulli í réttstöðulyftu og um leið bronsinu í samanlögðu tækist honum að lyfta 367,5 kílóum en mistókst það naumlega.

Sigurvegari í réttstöðuluyftu varð Bretinn Dean Bowring með 365 kíló en Auðunn Jónsson var í þriðja sæti með 352,5 kíló. Bowrling varð í þriðja sæti í samanlögðu með 1050 kíló en Auðunn Jónsson varð í 6. sæti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×