Vettel: Höfum tekið framfaraskref og lært okkar lexíu 8. maí 2011 15:40 Sebastian Vettel fagnar sigrinum í dag. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Sebastian Vettel er kominn með 34 stiga forskot á Lewis Hamilton í stigamóti Formúlu 1 ökumanna, eftir þriðja sigurinn í fjórum mótum ársins. Hann vann öruggan sigur á Istanbúl Park brautinni í Tyrklandi í dag á Red Bull. „Það er gott að fá eins mörg stig og mögulegt í hverju móti. Hlutirnir geta breyst hratt. Við verðum að taka eitt skref í einu og taka hvert mót fyrir sig og hámarka stigin", sagði Vettel á fréttamannfundinum eftir keppnina. Mark Webber á Red Bull varð í öðru sæti, en Fernando Alonso á Ferrari í því þriðja. Vettel er með 93 stig, en Hamilton 59, Webber 55, Jenson Button 46 og Alonso 41. „Það hjálpar alltaf að byrja keppnistímabil vel, en það er mikið eftir. Fjögur mót búinn af 19, þannig að þú getur reiknað út stigin og við verðum að halda einbeitingu", sagði Vettel. Mótshelgin var ekki öll eins og dans á rósum hjá Vettel. Hann lenti í ógöngum á föstudaginn þegar hann ók útaf í mikilli rigningu og stórskemmdi bíl sinn. Vettel gat ekki ekið á seinni æfingu dagsins, en mætti á þriðju æfinguna á laugardagsmorgun og náði besta tíma. Varð 0.001 sekúndu fljótari en Michael Schumacher á Mercedes. Í tímatökunni var Vettel í sérflokki og náði besta tíma. Var 0.4 sekúndum á undan Webber. Báðir slepptu þeir meir að segja að aka á lokamínútuum eftir að hafa náð afbragðsgóðum tíma. Vettel var þakklátur starfsmönnum Red Bull eftir erfiðan föstudag og sætan sigur. „Ég lenti í slæmum árekstri. Allir strákarnir, jafnvel Mark hjálpuðu til að laga bílinn. Það þýddi aukavinnu og mér þótti það leitt, en við bættum fyrir það í dag. Ég er ánægður með útkomuma og liðið á þakkir skildar." „Þetta var alls ekki auðvelt og það var ekki hægt að meta stöðuna fyrr en eftir fyrstu tvö þjónustuhléin. En ég stjórnaði stöðu mála og ég er ánægður með framgang okkar. Við höfum tekið framfaraskref og lært okkar lexíu eftir mótið í Kína og þurfum að nýta slagkraftinn í næsta mót", sagði Vettel. Hann varð í öðru sæti í mótinu í Kína á eftir Hamilton, eftir að McLaren útfærði sína keppnisáætlun betur. Tvö mót eru framundan í maí. Ekið er á Katalóníu brautinni á Spáni eftir hálfan mánuð og svo í Mónakó viku síðar. Formúla Íþróttir Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Fótbolti Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Sebastian Vettel er kominn með 34 stiga forskot á Lewis Hamilton í stigamóti Formúlu 1 ökumanna, eftir þriðja sigurinn í fjórum mótum ársins. Hann vann öruggan sigur á Istanbúl Park brautinni í Tyrklandi í dag á Red Bull. „Það er gott að fá eins mörg stig og mögulegt í hverju móti. Hlutirnir geta breyst hratt. Við verðum að taka eitt skref í einu og taka hvert mót fyrir sig og hámarka stigin", sagði Vettel á fréttamannfundinum eftir keppnina. Mark Webber á Red Bull varð í öðru sæti, en Fernando Alonso á Ferrari í því þriðja. Vettel er með 93 stig, en Hamilton 59, Webber 55, Jenson Button 46 og Alonso 41. „Það hjálpar alltaf að byrja keppnistímabil vel, en það er mikið eftir. Fjögur mót búinn af 19, þannig að þú getur reiknað út stigin og við verðum að halda einbeitingu", sagði Vettel. Mótshelgin var ekki öll eins og dans á rósum hjá Vettel. Hann lenti í ógöngum á föstudaginn þegar hann ók útaf í mikilli rigningu og stórskemmdi bíl sinn. Vettel gat ekki ekið á seinni æfingu dagsins, en mætti á þriðju æfinguna á laugardagsmorgun og náði besta tíma. Varð 0.001 sekúndu fljótari en Michael Schumacher á Mercedes. Í tímatökunni var Vettel í sérflokki og náði besta tíma. Var 0.4 sekúndum á undan Webber. Báðir slepptu þeir meir að segja að aka á lokamínútuum eftir að hafa náð afbragðsgóðum tíma. Vettel var þakklátur starfsmönnum Red Bull eftir erfiðan föstudag og sætan sigur. „Ég lenti í slæmum árekstri. Allir strákarnir, jafnvel Mark hjálpuðu til að laga bílinn. Það þýddi aukavinnu og mér þótti það leitt, en við bættum fyrir það í dag. Ég er ánægður með útkomuma og liðið á þakkir skildar." „Þetta var alls ekki auðvelt og það var ekki hægt að meta stöðuna fyrr en eftir fyrstu tvö þjónustuhléin. En ég stjórnaði stöðu mála og ég er ánægður með framgang okkar. Við höfum tekið framfaraskref og lært okkar lexíu eftir mótið í Kína og þurfum að nýta slagkraftinn í næsta mót", sagði Vettel. Hann varð í öðru sæti í mótinu í Kína á eftir Hamilton, eftir að McLaren útfærði sína keppnisáætlun betur. Tvö mót eru framundan í maí. Ekið er á Katalóníu brautinni á Spáni eftir hálfan mánuð og svo í Mónakó viku síðar.
Formúla Íþróttir Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Fótbolti Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira