Mistök Hamilton reyndust dýrkeypt 8. maí 2011 19:27 Lewis Hamilton á brautinni í Tyrklandi í dag. Mynd: Getty Images/Bryn Lennon Lewis Hamilton er enn í öðru sæti í stigamótinu ökumanna, þó honm hafi gengið brösótt í fjórða móti ársins á Istanbúl Park brautinni í Tyrklandi í dag. Hann var fjórði á ráslínu og lauk keppni í sama sæti, eftir eigin mistök og mistök McLaren í þjónustuhléi. Ég ræsti nokkuð vel af stað, en gerði mistök í fyrsta hring og tapaði mikilum tíma út úr beygju þrjú. Ég ætlaði að reyna fara framúr Webber í utanverðri beygju. Það réð framgangi mála í mótinu hjá mér. Ég missti Fernando og Jenson framúr. Ef þetta hefði ekki gerst, þá er mögulegt að ég hefði getað barist um annað sætið í mótinu", sagði Hamilton eftir keppnina. Hamilton er 34 stigum á eftir Vettel í stigakeppni ökumanna. Vettel er með 93 stig, Hamilton 59, Mark Webber 55 og Jenson Button 46. Fimmti maðurinn í stigabaráttunni er Fernando Alonso með 41 stig. Þetta eru sömu ökumenn og áttust við um titilinn í fyrra, en Webber sneri á Alonso í dag í baráttunni um annað sætið á lokasprettinum og fór framúr Ferrari manninum. Hamilton tapaði verulegum tíma þegar illa geff að festa eitt dekk. Miðað við tímann sem ég tapaði í þriðja hléinu, þá tel ég að við höfum náð að vinna okkur tilbaka. Ég tel að töfin hafi ekki skipti höfuðmáli varðandi lokaúrslitin og ég var nokkuð sáttur við bílinn. Við hefðum getað gert betur, en við ræstum fjórðu og sjöttu af stað og héldum því. Það er nokkuð gott miðað við gang mála", sagði Hamilton, en liðsfélagi hans Jenson Button lauk keppni í sjötta sæti. Formúla Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Lewis Hamilton er enn í öðru sæti í stigamótinu ökumanna, þó honm hafi gengið brösótt í fjórða móti ársins á Istanbúl Park brautinni í Tyrklandi í dag. Hann var fjórði á ráslínu og lauk keppni í sama sæti, eftir eigin mistök og mistök McLaren í þjónustuhléi. Ég ræsti nokkuð vel af stað, en gerði mistök í fyrsta hring og tapaði mikilum tíma út úr beygju þrjú. Ég ætlaði að reyna fara framúr Webber í utanverðri beygju. Það réð framgangi mála í mótinu hjá mér. Ég missti Fernando og Jenson framúr. Ef þetta hefði ekki gerst, þá er mögulegt að ég hefði getað barist um annað sætið í mótinu", sagði Hamilton eftir keppnina. Hamilton er 34 stigum á eftir Vettel í stigakeppni ökumanna. Vettel er með 93 stig, Hamilton 59, Mark Webber 55 og Jenson Button 46. Fimmti maðurinn í stigabaráttunni er Fernando Alonso með 41 stig. Þetta eru sömu ökumenn og áttust við um titilinn í fyrra, en Webber sneri á Alonso í dag í baráttunni um annað sætið á lokasprettinum og fór framúr Ferrari manninum. Hamilton tapaði verulegum tíma þegar illa geff að festa eitt dekk. Miðað við tímann sem ég tapaði í þriðja hléinu, þá tel ég að við höfum náð að vinna okkur tilbaka. Ég tel að töfin hafi ekki skipti höfuðmáli varðandi lokaúrslitin og ég var nokkuð sáttur við bílinn. Við hefðum getað gert betur, en við ræstum fjórðu og sjöttu af stað og héldum því. Það er nokkuð gott miðað við gang mála", sagði Hamilton, en liðsfélagi hans Jenson Button lauk keppni í sjötta sæti.
Formúla Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira