Haug hjá Mercedes hrifinn af frammistöðu nýliðans Paul di Resta 20. apríl 2011 16:56 Skotinn Paul di Resta ekur með Force India. Mynd: Getty Images/Paul Gilham Þjóðverjinn Nobert Haug, sem er yfirmaður hjá Mercedes Benz í akstursíþróttageiranum telur að frammistaða Skotans Paul di Resta í Formúlu 1 sé framúrskarandi. Di Resta ekur með Force India sem notar Mercedes vélar og hann varð meistari með Mercedes í DTM mótaröðinni í fyrra, sem er fer að mestu fram í Þýskalandi. Haug starfar m.a. með Mercedes Formúlu 1 liðinu á mótssvæðum í Formúlu 1, en Mercedes sér McLaren fyrir vélum í Formúlu 1, auk Force India. Það hefur vakið athygli að di Resta hefur verið fljótari en liðsfélaginn Adrian Sutil í tímatökum í öllum þremur mótum ársins og Skotinn var áttundi á ráslínu í mótinu í Kína um helgina. Aðspurður um árangur di Resta sagði Haug eftirfarandi í frétt á autosport.com. „Mér finnst árangurinn framúrskarandi og einstakur. Að ná áttunda sæti á ráslínu í þriðja mótinu, þar er mjög gott og mjög tilkomumikill", sagði Haug. „Við vissum alltaf að hann væri mjög góður og hæfileikaríkur náungi. Þegar hann kemst í rétta gírinn, eins og við sáum í DTM, þá er hann sérstakur", sagði Haug um di Resta til viðbótar. „Ég held að Formúla 1 henti honum vel. Liðsfélagi hans (Sutil) harður af sér, en hraðinn er til staðar og hann er að gera góða hluti. Við erum ánægðir að við hjálpuðum honum í minni mótaröðum", sagði Haug. Formúla Íþróttir Mest lesið Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Þjóðverjinn Nobert Haug, sem er yfirmaður hjá Mercedes Benz í akstursíþróttageiranum telur að frammistaða Skotans Paul di Resta í Formúlu 1 sé framúrskarandi. Di Resta ekur með Force India sem notar Mercedes vélar og hann varð meistari með Mercedes í DTM mótaröðinni í fyrra, sem er fer að mestu fram í Þýskalandi. Haug starfar m.a. með Mercedes Formúlu 1 liðinu á mótssvæðum í Formúlu 1, en Mercedes sér McLaren fyrir vélum í Formúlu 1, auk Force India. Það hefur vakið athygli að di Resta hefur verið fljótari en liðsfélaginn Adrian Sutil í tímatökum í öllum þremur mótum ársins og Skotinn var áttundi á ráslínu í mótinu í Kína um helgina. Aðspurður um árangur di Resta sagði Haug eftirfarandi í frétt á autosport.com. „Mér finnst árangurinn framúrskarandi og einstakur. Að ná áttunda sæti á ráslínu í þriðja mótinu, þar er mjög gott og mjög tilkomumikill", sagði Haug. „Við vissum alltaf að hann væri mjög góður og hæfileikaríkur náungi. Þegar hann kemst í rétta gírinn, eins og við sáum í DTM, þá er hann sérstakur", sagði Haug um di Resta til viðbótar. „Ég held að Formúla 1 henti honum vel. Liðsfélagi hans (Sutil) harður af sér, en hraðinn er til staðar og hann er að gera góða hluti. Við erum ánægðir að við hjálpuðum honum í minni mótaröðum", sagði Haug.
Formúla Íþróttir Mest lesið Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira