Sport

Ísland eignaðist Evrópumeistara í keilu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Arnar Davíð Jónsson.
Arnar Davíð Jónsson. Mynd/eyc.bowling-em.de
Arnar Davíð Jónsson varð í dag Evrópumeistari unglinga í keilu á EM 18 ára og yngri sem fór fram í Þýskalandi um helgina.

Arnar Davíð hafði betur gegn heimamanninum Robin Menacher í tveimur viðureignum, 225-209 og 224-175.

Arnar hafði betur gegn Englendingnum Christopher Lam í undanúrslitum, 2-1, en þetta er fyrsti verðlaunapeningur Íslands á Evrópumóti unglinga.

Arnar var einn af 24 keppendum sem tryggðu sér sæti í lokaúrslitum einstaklingskeppninnar fyrir helgina og vann svo alla fimm andstæðingana sína þar. Sannarlega glæsilegur árangur.

Þrír aðrir Íslendingar kepptu á mótinu, þeir Einar Sigurður Sigurðsson, Guðlaugur Valgeirsson og Þórður Örn Reynisson. Þeir kepptu í liðakeppni og urðu í 16. sæti af 26 þjóðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×